Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 137
137
Arngrimur sannar það líka aptur í bókinni með
sögnum sannorðra manna og skjölum, að Blefken
hafi ekki getað verið á íslandi, þegar hann segist
hafa verið þar. Hann segir t. d., að Portúgalsmenn
hafi aldrei fengizt við fálkaveiðar á íslandi, og þá
ekki heldur 1565.
Ferðasaga Blefkens er því óefað tilbúningur frá
upphafi til enda ; en á hinn bóginn er líklegt, að
Blefken hafi komið til íslands, þvi bæði getur Arn-
grímurþesshvergi,að hann hafi ekki komið til íslands1,
og svo virðist vera drepið á það seinast í formála
Guðbrandar biskups. far stendur: „Hver mun
segja, að það sje ranglátt, þótt Blefken fái skell,
þar sem hann rjeðst á okkur að fyrra bragði, og þó
tóku íslendingar mannúðlega og vinsamlega á móti
honum, þegar hann átti engan að, og gerðu honum
ýmsan greiða, eptir því sem hann segir sjálfur“2.
En það gerir reyndar hvorki til nje frá, hvort
Blefken hefir komið til íslands eða ekki, enda víst
illt að gera út um það.
Ferðasaga Blefkens er svo sem ekki á enda, þó
hann kæmist frá íslandi; en þess verð jeg að geta,
að áframhaldið er eptir höfundinn sjálfan.
Blefken fór frá íslandi til Lissabon. þ>aðan fór
hann, og fjelagar hans tveir, til Gades (Herculis Co-
1) Hann segir reyndar á einum stað (K. 7. bl.) : „Sá sem
þekkir ísland, mundi þora að segja, að Blefken hefði aldrei
komið til íslands, eða staðið þar ekki lengi við, sízt 2 ár“; en
þetta virðist Arngrímur segja af því honum blöskrar, hve Blef-
ken er vitlaus.
2) Jeg leyfi mjer að færa þessi orð til á latínu: „Q,uis id
injuria fieri dicat, si Blefkenius, quem Islandi olim, vt exulem,
humaniter & amice exceperunt, & ipsomet teste vario officio-
rum genere sibi devinxerunt, prior lacessendo, plagam aliquá
reportet ?“