Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 250
250
Viðey. Alexíus ábóti var eigi heima. þeir Diðrik
tóku fólkið og börðu það, og flúði það til lands,
en þeir tóku undir sig Viðey og settust þar. Al-
exíus ábóti fór til Hóla í Grímsnesi, því að það var
klausturjörð, og bjó þar til 1568, og var þar grafinn.
1540 er hann kallaður ábóti, og samþykkir þá Giss-
ur biskup, og heitir honum hlýðni. 1542 samþykkir^
hann ordinantiu Kristjáns III. 1542 gaf Kristján
konungur III. út brjef til munka í Viðey, að þeir
hjeldu skóla í klaustrinu, en tók það brjef aptur
sama ár, en bauð, að Viðey skyldi vera „konungs-
garður“ eða bústaður höfuðsmannsins, en þó skyldi
sjeð um munka þá, er þar væru, meðan þeir lifðu.
1550 reið Jón Arasonfrá Skálholtitil Viðeyjar,rak það-
an hirðstjórann Lauritz Mule, og alla hina dönsku menn
á skip út, en skipaði öllu, sem fyr hafði verið á dög-
um ábótanna, og setti Alexíus ábóta yfir klaustrið
að nýju, en vigði kirkjuna og klaustrið. Um það
kvað hann sjálfur vísuna :
Víkur haun sjer í Viðeyjarklaustr,
víða trú’ eg hanu svamli, hinn gamli ;
við danska var hann djarfur og hraustr;
dreifði hann þeim á flæðar flaustr
með brauki og bramli.
J>aðan reið Jón biskup til Helgafells, og skipaði
öllu þar, sem fyr hafði verið. Jón biskup og synir
hans voru hálshöggnir um haustið (7. nóv.), og fjell
þá niður aptur klausturlifnaðurinn í Viðey, en eyjan
komst í vald konungs með öllu. — (Hist. eccl. II.,
274., 280—281., 283., 298., 537.; IV.; Esp. Árb. ;
Safn t. s. ísl. I., 68., 662.; Bisk. s. II., 577.).