Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 153
] 53
skuli hafa glæpzt á því, að þýða1 ósómann eptir
Blefken. Arngrímur er ef til vill svona mjúkur í
máli af því, að Fabricius var af tiginni og mjög merki-
legri ætt, og kannske merkiiegur maður sjálfur; en
i raun rjettri átti hann ekki betra skilið en Blef-
ken.
Formálinn er enn eptir Guðbrand biskup, og all-
merkilegur, því þar getur hann þess, að íslendingar
þakki Arngrími ekkert fyrir það, að hann sje að
verja ísland mót útlendingum. far segir: „Mjer
virðast þeir landar mínir fara fremur óskynsamlega
og ódrengilega að ráði sínu, sem annaðhvort eru svo
vanþakklátir, að þeir leggjast á Arngrím Jónsson
landa sinn, sem hefir nú í nokkur ár tekið á móti
þeim, er smánað hafa ættjörðu vora, eða ofsækja
hann með hatri og öfund, sem er enn þá verra.
fó láta nokkrir hann njóta sannmælis“. þessi orð
biskupsins benda eflaust til fjandskapar þess, sem
óvinir Guðbrandar höfðu á Arngrími fyrir fylgi hans
við biskup í málum. Að öðrum kosti er slíkt van-
þakklæti óskiljanlegt, því níð útlendinga um íslend-
inga í heild sinni kom þó líka, og kemur enn í dag,
þegar því er að skipta, að nokkru leyti niður á
hverjum einstökum manni.
1638 kemur út bók um Island í Leszno, og hafa
ekkikomið út fleiri rit um ísland á pólsku, svo jeg
viti. Höfundurinn heitir Daniel Streyc (Vetterus
á þýzku, frændi), og er ættaður frá Máhren. Ekki
er hægt að segja með vissu, hvenær hann hafi kom-
ið til íslands, en líklegt er, að það hafi verið 1613
eða 1614, eða að minnsta kosti um það bil. Eptir
því, sem hann segir í formálanum fyrir ritinu, kom
1) Arngrímur prentar upp heila kafla úr Blefken og Fabri-
cins samsíða til að sanna, að þeir sjeu sama tóbakið.