Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 272
272
Hið fyrsta fallbyssuskot fjell 25 minútum fyrir
hádegi. Hófst orustan með þvi, að Reille hershöfð-
ingi, sem var fyrir vinstri fylkingararmi Frakka,
rjeðst á höllina eða kastalann Hougoumont, sem
Wellington, þó tíminn væri stuttur, hafði getað
víggirt rammlega. Sátu þar nokkrar lifvarðarsveitir
Englendinga, og var vörnin svo drengileg, að þó
kastalinn væri skotinn niður, öll hús loguðu, allt
væri brotið og bramlað, kveykt í trjánum í skóg-
unum umhverfis, og þótt ýmsum veitti betur um
daginn, þá náðu Frakkar þar aldrei fótfestu, og
gefur Thiers þó að skilja, að svo hafi verið. En
að það var ekki, sannast bezt á því, að orustan
þeim megin, að vestanverðu sem sje, og í hægra
fylkingararm Wellingtons, en vinstra arm Napóle-
ons, stóð allan sumarlangan daginn um Hougoumont,
og er þess eigi getið af neinum, að Reille hafi
starfað annað um daginn, en það eina, að hlaupa á
kastalann, nje heldur, að hann eða hersveitir hans
hafi komizt öllu norðar á vfgvöllinn en að skógar-
röndinni fyrir norðan Hougoumont.
Samtíða áhlaupunum á Hougoumont ljet Napó-
leon fyrst 74 fallbyssur í heila klukkustund hvfldar-
laust skjóta á fylkingarbijóst og vinstra fylkingar-
arm Wellingtons, og er hann hugði, að Englend-
ingar mundu vera farnir að mýkjast, ljet hann
d’Erlon leggja á stað gegn Haye sainte og Pape-
lotte, og var fyrsta áhlaup Frakka á Haye sainte
svo snarpt, að hvorirtveggja hopuðu undan, Eng-
lendingar og Hollendingar (Bylandt). Ljet Picton,
foringi vinstra fylkingararms Englendinga, þá fyrst
dynja skothríð, og lagði síðan til höggorustu við
d’Erlon, og stöðvuðust Frakkar um stund, þangað
til Picton fjell. Heppnaðist d’Erlon nú að hrekja
þá, sem vörðu Haye sainte (Baring með Hannó-