Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 180
180
varð það til langframa. Um árið 1049 fór Rúðólfur
aptur hjeðan af landi, og ijet þá eptir 3 munka í
Bæ, og skömmu síðar mun munklífi þar hafa und-
ir lok liðið. Svo segir, að einn munka þeirra, er
Rúðólfur biskup ljet eptir í Bæ, hafi dreymt Asólf
alskik, þann er áður var nefndur. Er svo sagt, að
þá er Halldór, son Illuga hins rauða, bjó að Hólmi,
þá vandist fjósakona ein að þerra fætur sína á þúfu
þeirri, er var á leiði Asólfs. Hana dreymdi, að As-
ólfur ávítaði hana um það, er hún þerrði fætur sína
saurga á húsi hans; „en þá munum við sátt“, segir
hann, „ef þú segir Halldóri draum þinn“. Hún sagði
honum, en hann kvað ekki mark að. Síðan dreymdi
einn munkanna i Bæ, að Ásólfur byði honum að
kaupa þúfuna af Halldóri, og gjörði munkurinn svo;
fundust þar mannsbein. Síðan dreymdi Halldór, að
Ásólfur ógnaði honum til að kaupa aptur beinin að
munkinum slíku verði, er hann seldi þúfuna. Hall-
dór keypti beinin, og ljet gjöra að trjeskrín og setja
yfir altari.—þ>á er Rúðólfur fór burt úr Bæ, fór hann
til Englands, og varð þar árið eptir (1050) ábóti í
Abingdon, en andaðist skömmu síðar (1052).— (ísl.
b. kap. 8: Isl. s. I., 13.; Landn.: ísl. s. I., 51., 332.;
Bisk. s. I., 65.; ísl. fornbrj. s. I., 483.; Hist. eccl. I.,
87.; IV.).
Eptir það, er kristnin var komin á fastan fót, og
klausturlifnaður hafinn,voru tilraunir gjörðar til klaust-
urlifnaðar, þær er eigi urðu framgengar, og klaust-
urlifnaður komst þar eigi á. Tilraunir þessar voru
þær, er nú skal greina :
Magnús biskup Einarsson í Skálholti (1134—1148)
ætlaði sjer að koma upp munkaklaustri í Vestmanna-
eyjum; keypti hann í því skyni mikinn hluta þeirra.
Svo fór um Magnús biskup, að hann brann inni í
Hítardal (1148, 30. sept.), og leið fyrirtæki þetta und-