Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 239
239
hjer slíkir áður, svo og- messuklæði. — (Esp. Árb.;
Hist. eccl. II., 135., 136.; IV.; ísl. ann.).
9. Guðrún Halldórsdótiir vígðistabbadísað Kirkju-
bæ 1430, og dó hið sama árið.—(Esp. Árb.; ísl. ann.;
Hist. eccl. IV.).
10. Guðrúrz hjet sú, er eptir hana kom ; því að
svo segir Margrjet þ>orbergsdóttir, að hún hafi ver-
ið fimm ár í klaustri í Kirkjubæ, er Guðrún var
abbadís, og hafi lagt til klaustursins 60 hundruð.
Er það brjef gefið út á Hólum 1440. — (Esp. Árb. ;
Hist. eccl. IV.).
11. Halldóra nokkur var þar abbadís 1442. Syst-
ir Margrjet þorbergsdóttir, sú er áður var nefnd,
hafði verið í Noregi undir Benediktsreglu, og lagt
síðan Kirkjubæjarklaustri 60 hundruð fyrir sig, og
verið þar 5 ár; en Goðsvin biskup kom henni (1442)
inn á Reynistað, og setti þá kosti, að systur í Kirkju-
bæ skyldu hvort er vildu, halda hana fyrir hundrað
á ári, eða leggja það hundrað Reynistaðarklaustri.
—(Esp. Árb.; Hist. eccl. IV., 80.).
12. Oddný nokkur var abbadís 1488. f>á var
Sveinn prestur Jónsson þar ráðsmaður.
13. Halldóra Sigvaldadótiir, langalífs, var hin síð-
asta abbadís í Kirkjubæ, og var hún þar lengi; má
ætla, að hún hafi orðið abbadís um 1500, en árið
hef jeg eigi fundið. Hún var föðursystir Gissurar
biskups Einarssonar. Faðir hans bjó þar eystra og
var fátækur mjög, og hjelt Halldóra þeim við, og
kom Gissuri til kennslu fyrst hjá Árna ábóta í Veri,
og síðan í þjónustu Ggmundar biskups, er hann var
vaxinn nokkuð. Löngu síðar, er Gissur kom úr ut-
anferð sinni, og það varð hljóðbært, að hann hafði
hneigzt að kenningu Lútbers, vildi Halldóra eigi
sinna honum nje veita honum athvarf. J>á er Giss-
ur var orðinn biskup (1544), eru, auk Halldóru abba-