Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 176
176
ið; og má vera, að þeir bræður, faðir hans og föð-
urbróðir, hafi og verið skírðir, þó að eigi sjeu þeir
sjerstaklega til nefndir. Jörundur hjelt ávallt vel
kristni sína, og svo er sagt, að hann hafi í elli sinni
gjörzt einsetumaður. forgeirr Hávarsson var fimmti
maður í beinan karllegg frá honum.—(Land.: ísl. s.
I.,4g.; 322.;—,,Safn-í I., 295.;—Hist eccl. I., 36., 91..
IV. 19.)
Máni hinn kristni bjó að Holti á Kólgumýrum-
Svo er sagt, að hann væri skírður af Friðreki bisk-
upi, er kom út hingað árið 981 með jporvaldi hinum
víðförla. Máni gjörði kirkju á Holti. í þeirri kirkju
þjónaði hann guði bæði nætur og daga með helgum
bænum og ölmusugerðum, er hann veitti marghátt-
aðar fátækum mönnum. Hjá kirkju þeirri byggði
hann sem einsetumaður, og vildi ekki samneyti eiga
við heiðna menn. Hafði hann eina kú, er hann
fæddist við.—(J>áttr af f>orv. viðf.: Bsk. s. I., 46.).
J>á er að geta þess, er sagt er um Guðmínu O-
sví/rsdóttur, að hún hafi á elliárum ráðizt í einsetu-
lifnað. þ>að hefur verið á Helgafelli, og komin var
þá kristni hjer á land, en kristnin þó mjög i bernsku,
og klaustur eigi á fót komin. Guðrún mun vera
fædd árið 974, og kemur hún mjög við Laxdæla-
sögu, svo sem kunnugt er. Nær hún hefur andazt,
er ókunnugt, en gömul mjög mun hún hafa orðið,
og lifað fram undir miðju 11. aldar.—(Laxd.; „Safn“
L, 455.; Hist. eccl. I., 91.; IV., 21.).
Nú liður svo langur tími, að eigi finnst getið ein-
setumanns eða einsetukonu. Kristni var í lög leidd
árið 1000 e. Kr. b., eins og kunnugt er. Hin fyrsta
einsetukona, er vjer finnum getið, eptir það að kristn-
in er komin á fastan fót, er Hildur nunna. Hún
fór til Hóla á dögum Jóns biskups 0gmundssonar
(1106—1121), og var hún þá ung að aldri, en hrein-