Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 296
296
dýr og nýjar jurtir, fullkomnari en þær, sem áður
voru. Sagði Cuvier, að menn gætu ekki gert sér í
hugarlund, hvernig þessar byltingar hefðu orðið, og
að þeir náttúrukraptar, sem nú gera vart við sig á
jörðunni, hefðu eigi getað nægt til að gera svo mikl-
ar breytingar. Cuvier hafði þó alveg réttar skoð-
anir um breytingar þær, sem enn þá verða fyrir
augum vorum. Breytingar þessar verða, sagði hann,
á fernan hátt: i., regnið nagar fjöllin og ber stein-
ruslið niður í dalina ; 2., ár og lækir bera grjót, sand
og leir í vötn og sjó, og mynda jarðlög ; 3., hafið
mölvar kle'ctana við sjóinn, og breytir lögun land-
anna ; 4., eldkraptarnir að neðan brjótast gegnum
jarðlögin, beygja þau og lypta þeim upp. þ>essir
kraptar sagði Cuvier hefðu þó eigi verið nógir til
þess að koma fram hinum stórkostlegu byltingum á
fyrri tímabilum jarðarinnar. Cuvier hélt þvi og fast-
lega fram, að tegundirnar væru óbreytilegar, og
hann tók svo djúpt i árinni, að hann sagði, að öll
vísindaleg dýrafræði yrði að byggjast á þessum
grundvelli. Byltingakenning Cuviers hélt sér hjá
þorra vísindamanna fram á miðja þessa öld, og í
þeim anda hefir Jónas Hallgrímsson samið ritgjörð
sína um „Um eðli og uppruna jarðarinnar41. — Árið
1830 kom út bók eptir hinn mikla enska jarðfræð-
ieg Charles Lyell (1797—1875), sem kollvarpaði full-
komlega byltingakenningum Cuviers; ekki aðhyllt-
ust menn þó kenningar Lyells fyr en nokkuru seinna,
þegar allar rannsóknir bentu til þess, að þær væru á
fullum rökum byggðar. Lyell varð fyrstur manna
til þess að gera mönnum það skiljanlegt, að hin
sömu öfl hafa frá öndverðu unnið að jarðarsmíðinu,
og hafa gert stórkostlegar breytingar á geysilöng-
um tíma ; dýr og jurtir dóu aldrei út, heldur eru þau
ein samföst keðja frá byrjun lífsins til vorra daga