Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 109
109
i. febr. til i. ág., sögðu mjer, að þegar sólin hníg-
ur á kvöldin um sumarsólstöðurnar, þá sje eins og
hún hverfi bak við hólkorn, svo að ekki verði
myrkur, heldur geti maður gert hvað sem hann
vill, eins og sólskin sje, jafnvel týnt lýs úr skyrtu
sinni. Og ef menn væri uppi á háfjöllum, þá hyrfi
sólin þeim líklega aldrei sjónum. Aptur hygg jeg,
að um vetrarsólstöðurnar, og nokkra daga kringum
þær, sjáist ekki sól á Thile“. Auk þess segir höf-
undurinn, að þeir hafi rangt fyrir sjer, sem segja að
frosið haf sje í kringum eyna, og sífelldur dagur
frá vorsólstöðum til haustsólstaðna, en samfleytt
nótt frá haustsólstöðum til vorsólstaðna; því þessir
ferðamenn, sem hann hafi talað um, hafi komið
þangað á kuldatímanum, og gátu þó allt af gert
mun dags og nætur, nema um sólstöðurnar. En
þegar þeir sigldu einn dag norður frá eynni, fundu
þeir frosið haf.
Dicuilus hefir áður lýst flestum eyjum kringum
Skotland, svo það getur varla leikið efi á því, að
Thile það, sem hann talar um, sje lengra úti í haf-
inu, enda veit jeg ekki til, að nokkur hafi efazt um,
að það væri ísland1.
Loksins er ísland nefnt á nafn hjá Adami frá
Bremen, og getur hann þess, að það hafi áður ver-
ið kallað Thyle.
Adamus Bremensis var hægri hönd Aðalberts
biskups í Bremen, og umsjónarmaður skóla þar.
Aðalrit hans er Historia ecclesiastica praesertim
Bremensis, og er pjesi sá, sem áður er getið um,
viðbætir við hana. I>að er haft fyrir satt, að hún
1) Svo segir t. d. einhver mesti landafræðingur ognáttúru-
fræðingur, sem heíir verið nppi, Alexander v. Humboldt, í
Kritische Untersuchungen. Berlin 1832. I. b. Bls. 367.