Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 18
18
þar eigi)... Nú hreyfir hin hvíta marmaramynd sig,
gengur nokkur skref fram á gólfið, snýr sjer við,
svo andlitið sneri að altarinu .... og leggst niður á
grúfu fyrir framan altarið í 3—4 álna fjarlægð“.
þ>enna draum dreymdi hann í júlímán. 1844, en
hjer um bil 13 mánuðum seinna dreymdi hann sama
draum með þeirri viðbót: „þegar Kristsmyndin
gekk fram á gólfið, sneri sjer að altarinu og lagðist
niður, heyrði eg rödd (en sá engan), sem sagði til
mín : „Súlan, sem þú sjer, merkir vanskapnað þann,
er kirkjan hefur gjört úr Kristi. Hann vill sjálfur
sýna þjer, að hann tilbiður guð, en enginn, sem til-
biður guð, er guð““.
Draumur þessi, sem Magnús skoðaði eins og
vitrun, sýnir oss, hverja skoðun hann hafði á Kristi
um þessar mundir. Hann var, eins og hann sjálfur
segir, þegar fyrir nokkru sannfærður um, að Krist-
ur sje eigi guð, eigi jafn guði föður. En á hinn
bóginn áleit hann enn þá, að Kristur hefði verið
meira en maður. Hann áleit hann guðdómlega
veru, en þó eigi jafnan guði föður. J>essa skoðun
hafði hann nokkra stund, en smátt og smátt verður
Kristsmyndin í hjarta hans, eins og í draumnum
„ávallt lægri og lægri“, þangað til hún að síðustu
„breytist í mannslíkan“ og þegar hann skrifar brjef-
in til Clara Raphael (1851), álítur hann, að Kristur
hafi að eins verið maður.
Eins og áður er sagt, hafði Magnús framan af
mjög mikla aðsókn sem leiðbeinandi (manuductör)
guðfræðisnemenda, og hafði heztu atvinnu af því.
Hin alkunna hjálpsemi hans leiddi hann þá til þess,
að ganga í lánsábyrgð fyrir kunningja sína, en
þegar að skuldadögunum kom, gátu lántakendur
eigi sjálfir borgað, svo hann varð að gjöra það.
En eptir að ritdeilan hófst við Martensen, fóru tekj-