Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 267
267
landið smámsaman jafnt, svo sem hálfrar stundar
(mílu) veg upp að hæðinni Mont St. Jean, sem varla
má heita það sem vjer köllum háls, því síður fjall,
þó það liggi í nafninu; mundum vjer helzt kalla
það langa brekku. Miðja vega milli Waterloo og
Mont St. Jean liggur hliðvegur til Nivelles úr höf-
uðpóstveginum frá Charleroi til Briissel. Vestanhalt
og sjáfarmegin við Mont St. Jean liggur þorpið
Braine-la-leud, að austanverðu þorpið Ohain, hæðin
Smohain, bændagarðarnir la Haye og Papelotte,
og kastalinn Frischemont. Suður af Mont St. Jean
eru akrar, vellir og engjadrög, með mörgum skurð-
um, smærri og stærri vegum og stígum (að austan-
verðu þar á meðal djúpum holvegi frá Planchenoit
til Papelotte), og liggur höfuðpóstvegurinn frá
Charleroi til Brússel, tvísettur eikaröðum og með
djúpum skurðum beggja vegna, því nær beint um
þvera akra og engi frá Mont St. Jean og suður að
gestgjafagarðinum Belle Alliance, þar sem Napó-
leon nam staðar 17. júní um kveldið. Að austan-
verðu við Belle Alliance liggur þorpið Planchenoit,
og liggur þaðan, eins og fyr segir, djúpur holvegur
norður að Papelotte. Enn eru tvö örnefni, sem
koma við þessa sögu: 1., bóndabærinn La Haye
sainte með túni og aldingarði, svo sem 80—90 faðma
suður af Mont St. Jean og heldur austar en fyrir
miðri brekku, þar sem brekkan er hæst, en vestan-
vert við höfuðveginn frá Charleroi til Brussel; veg-
armeginn var múrgirðing um bæ og tún, en hins
vegar hrís- og kjarrgirðing, eins og víða er siður í
útlöndum; 2., höllin eða kastalinn Hougoumont
með skógi og aldingarði umhverfis, talsvert vestar
og sunnar en Haye sainte og allt að því 170 föðm-
um fyrir sunnan vestanverða brekkuna Mont St.
Jean. Wellington sneri því bakinu að Brússel og