Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 134
134
unda þessa fyrir vitleysu þeirra og ósannsögli, en
þó má heita, að hann sje stilltur eins og lamb fram-
an af bókinni hjá því sem hann lætur dynja yfir
Peerson seinast í riti sínu, eins og áður er getið um-
J>á tryllist hann alveg. £>ó má geta þess, að hann
er langvægastur við Peucer, enda var hann „fínn“
maður og tengdasonur Melancthons.
Jeg hefi áður getið um einstaka atriði, bæði úr
sókn Arngríms og vörn, og skal jeg ekki fara ná-
kvæmara út í rit hans. J>að er nóg, að taka það
fram, að hann berst eins og hetja fyrir sóma íslend-
inga móti þessum útlendu fleiprurum og fimbulskjöl-
urum. Hann höggur hverja hlífina, hverja lygaklaus-
una af þeim eptir aðra, og seinast falla þeir við
litinn orðstír. En hjer fór eins og í Skuldarbardaga.
þ>ar gekk illþýði Skuldar aptur jafnóðum og þeir
Hrólfur konungur brytjuðu það niður, og lygasögurn-
ar um ísland marggengu aptur eptir þetta í ritum
um ísland. pó er auðsjeð, að sumir af höfundum
þeirra hafa lesið Arngrím ; því þeir geta hans opt,
og sumir eru jafnvel svo óvsífnir, að bera hann fyr-
ir undrasögum sínum. J>að er annars óskiljanlegt,
að menn skyldu ekki taka meira tillit til rita Arn-
gríms, en dæmin sanna að hefir verið gert; því það
lá þó í augum uppi, að menntaðir íslendingar hlutu
að þekkja ísland betur en sjómannaskríll, sem var
stutta stund við landið. En það sannast hjer eins
og optar, að „smekkurinn sá, sem kemst í ker, keim-
inn lengi eptir ber“. Aptur hafa víst rit Arngríms
leiðrjett álit hinna beztu og lærðustu manna á ís-
landi, enda eru þau hin fyrstu rit, á útlendu máli,
sem lýsa íslandi og íslendingum rjett1.
1) Auk útgáfu þeirrar, sem getið er um í heirn. ritalistanum,
er Commentarius og ensk þýöing á honum gefin út í safni
Haclvits I. h., bls. 515—590.