Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 101
101
hafa náttúrleg'a tekið misjafnt eptir og sagt misjafnt
frá, eins og gerist. Stundum hefir höfundum þess-
ara rita reyndar ratað satt á munn, en það er hvort-
tveggja, að það er miklu sjaldnar en hitt, og svo
eru þessar fáu sögur á víð og dreif innan um kredd-
urnar og kerlingabækurnar, enda er það auðsjeð,
að höfundarnir hafa ekki vitað, hvað var rjett eða
rangt. jpeir hafa tekið allt fyrir jafngóða og jafn-
gilda vöru.
Landafræðin hefir allt af verið samferða náttúru-
visindunum, enda eru þessar vísindagreinir svo ná-
skyldar, að hvorug getur án annarar verið. þ>að
vantaði reyndar ekki, að menn fyndu ný lönd á 15.
og 16. öld, en þegar var farið að lýsa þeim, þá
sótti allt í gamla horfið. Lýsingarnar voru lítið
annað en undrasögur. Mennirnir voru gerðir að af-
skræmum, en dýrin að ófreskjum o. s. frv.
Svona gekk það með öll ný lönd í gamla daga
og yfir höfuð öll lönd, sem voru lítið þekkt.
Stundum lýstu ferðamennirnir löndunum eptir beztu
vitund, en lýsingar þeirra voru samt rangar. þ>eir
gátu ekki áttað sig á öllu því nýja, sem þeir sáu,
og gerðu því opt úlfalda úr mýflugunni. Sumir
hafa aptur ýkt vfsvitandi, í því skyni að gera ferða-
sögur sínar sem skemmtilegastar, eða til þess, að
áheyrendunum eða lesendunum skyldi renna kalt
vatn milli skinns og hörunds, þegar þeir voru að
segja frá undrum þeim á sjó og landi, sem þeir
höfðu sjeð og átt við. Og þegar þessar kynjasögur
voru einu sinni komnar í kring, hjelt alþýðan, og
jafnvel sumt af lærðu mönnunum, dauðahaldi í þær,
og sleppti þeim ekki fyr en þeir máttu til, fyr en
bláber vísindin höfðu rutt sjer til rúms. f>að var
heldur ekki von. Kynjasögurnar áttu miklu betur
við tíðarandann og voru þar að auk miklu skemmti.