Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 168
168
um landið, og það er líka auðsjeð, að hann hefir
sjálfur viljað gera rit sitt sem bezt og sannast úr
garði; en hann hefir ekki áunnið annað í þá átt
með riti sínu, mannskepnan, en að lygasögunum
um íslendinga hefir fjölgað um allan helming, enda
er ekki við góðu að búast, því höfundurinn segir
sjálfur hreinskilnislega, að flest í riti sínu sje tekið
eptir sögnum sjómanna og kaupmanna, sem komið
hafi frá íslandi til Gliickstadt og Hamborgar.
Nú skulum vjer sjá, á hverju þessir herrar hafa
frætt hann.
Hjer um bil hálfa mílu frá Heklu liggur stöðuvatn,
sem allt af er heitt, en heitast þó á vetrum. Eptir
því sem þeir segja, sem búa i nágrenninu, kviknar
í því af sjálfsdáðum þrisvar á ári, og stendur í björtu
báli hálfan mánuð í hvert skipti; en eptir að logarn-
ir eru slokknaðir rýkur mjög eða gufar upp úr því
nokkra daga1. Maðurinn, sem sagði mjer þetta, virt-
ist vera mjög áreiðanlegur (bls. n —12).
Fjeð hefir venjulega meir en fjögur horn, og allt
upp að átta2, enda þarf það þeirra nauðsynlega til
varnar móti hinum stóru ránfuglum (bls. 36). Af
örnum eru mjög margar tegundir á íslandi. f»ær
verða mjög sólgnar í inannaket, ef þær komast í
það af hendingu, og verða þá svo djarfar, að þær
ræna jafnvel 4—5 ára gömlum börnum (bls. 117—
ng), Á íslandi er lítið um mýs, og veldur því bæði
1) Jeg veit ekki hvað Anderson á við, ef það eru ekki Gríms-
vötn, en þau eru reyndar norður frá Núpstaðaskógi, eptir því
sem segir í korti Bjarnar Gunnlaugssonar. J>au hafa gosið
eldi nokkrum sinnum, eins og kunnugt er.
2) í Iíafu’s Naturhistorie for hver Mand, Kmh. 1802, segir
í 1. b. 1. h., bls. 194, að íslenzka fjeð hafi 3—6 horn, og ein-
hverstaðar hefi jeg sjeð mynd af islenzkum hrút með 9 hornum;
man því miður ekki hvar.