Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 247
247
menn. £>eir rændu miklu fiskifangi frá ábóta, en
hann þoldi það illa, og safnaði mönnum og fór að
þeim, og urðu þeir saman 60 manna. En er þeir
komu í fjöruna, og sáu liðsmun þann hinn mikla, er
var, þá flýðu þrír tigir, en ábótinn og hinir þrír
tigirnir lögðu til bardaga, og gengu svo hart fram,
að ekki hjelt við áhlaupi þeirra. Ábóti var mjög
hætt kominn, er hann fjell á knje, og var nær fall-
inn, en maður nokkur af liði hans hjálpaði honum,
og gaf ábóti honum síðan jörð að launum. Urðu
þau lok orustunnar, að Englar lögðu á flótta, og
fjellu af þeim margir. Einn maður fjell af ábóta,
og var sá Snjólfur sonur hans; guldu þeir mann-
gjöld eptir hann, er aptur höfðu snúið. — Jón ábóti
dó 1494 í sótt, er þá gekk. — (Esp. Árb.; Hist. eccl.
IV.).
13. Arni Sveinbjarnarson varð 1496 ábóti í Við-
ey. Hann hafði áður verið (1481) ráðsmaður í Skál-
holti. Eptir dauða Magnúsar biskups Eyjólfssonar
{1490) gegndi hann biskupsstörfum. 1493 var hann
officialis á Vesturlandi. Eptir að hann var orðinn
ábóti, kom hann undir klaustrið Strönd, Stóru-Vog-
um og Breiðagerði í Kálfatjarnarsókn, Hesti í Borgar-
firði, nokkru af Strönd i Landeyjum, (þormóðsdal og
Gröf í Mosfellssókn, og Kolbeinsstöðum í Rosm-
hvalaneshrepp. 1507 var hann í dómi um arfleiðslu-
skrá Solveigar Bjarnardóttur. 1508 var hann í Skál-
holti við staddur loforð Bjarnar Guðnasonar við bisk-
up, að láta kirkjur í Vatnsfirði og Aðalvík fá aptur
peninga þá, er þær höfðu misst að hans völdum.—
Árni ábóti dó 1516. — (Esp. Árb.; Hist. eccl. IV.).
14. Ögmundur Pálsson varð ábóti í Viðey 1515
um haustið, og var þá officialis milli Skaptár og
Botnsár. 1499 eða fyr varð hann kirkjuprestur í
Skálholti; 1504 eða fyr varð hann prestur að Breiða-