Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 309
309
mælingum sínum fann hann á akurlendi, að ormarnir
þar á ári hverju mynda frjóvsamt moldarlag o.g—1.5
þumlunga á þykkt; það má geta nærri, hve þýð-
ingarmikið þetta verður á löngum tíma. Með því
að rannsaka lifnaðarhátt þessara ósjálegu dýra, sem
allir höfðu fyrirlitið, sýndi Darwin, að það er hér,
eins og í svo mörgu öðru, opt hið smærsta, sem
hefir mest áhrifin.
Darwin ritaði á árunum 1851—53 stóra vísindalega
bók um dýraflokk þann, sem kallaður er skelskúfar
(Cirripedia)1; það eru nokkurs konar krabbar, mjög
einkennilega skapaðir, og voru mjög ókunnir áður;
undir þann flokk teljast hrúðurkarlar og helsingja-
nef. Seinna ritaði hann bók um steingjörvinga af
þessum flokki, og yrði það of langt mál, að greina
nánar frá því á þessum stað.
J>egar Darwin var að rita um uppruna tegund-
anna og leita að rökum fyrir kenningu sinni, fann
hann, að það var algild regla f náttúrufræðinni, að
afkvæmi náskyldra foreldra verður miklu veikbyggð-
ara og lítilfjörlegra f alla staði, heldur en afkvæmi
dýra, sem óskyld eru. þ>að liggur í augum uppi,
að flest dýr eiga hægt með að forðast þau vanþrif,
er leiða af allt of náskyldri tímgun, því þau geta
hreyft sig, eru flest einkynja, og óskyldir einstak-
lingar eiga hægt með að ná saman. Oðru máli er
gegna um plönturnar; þær sýnast mótmæla þessari
reglu, því meginþorri allra jurta er tvikynja; dupt-
berar og duptvegir f sama blómi. Til þess að sann-
færast um það, hvort jurtir fylgdu öðrum lögum í
þessu tilliti eða ekki, gerði Darwin fjölda margar
athuganir og tilraunir, og spruttu út af þeim rann-
1) Monograph of pedunculated and sessile Cirripedia. 2 bindi.
1851—53.