Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 302
302
hjá ýmsum mönnum um aldamótin. Fremstan þess-
ara manna má nefna skáldið Goethe. Allir vita, að
Goethe var eitt hið mesta skáld, sem til hefir verið,
en færri munu hafa heyrt þess getið, að hann var
líka framúrskarandi náttúrufræðingur. Goethe fékkst
snemma við grasafræði, og 1790 gaf hann út rit um
breytingar jurtanna; sýnir hann þar og sannar, að flest-
öll hin margbreyttu líffæri jurtanna eru ekki annað
en ummynduð blöð. Rannsóknir seinni náttúrufræð-
inga hafá fullkomlega sannað, að svo er. Goethe
rannsakaði og bar saman beinaskapnað mannanna og
annara hryggdýra; hann fann meðal annars fyrstur,
að höfuðkúpan er að upprunanum ekki annað en
ummyndaðir hryggjarliðir. Goethe varð einnig fyrst-
ur til að finna milliskoltsbeinið (os intermaxillare) i
manninum ; í öllum spendýrum er lítið bein undir
nefinu milli efri-skoltsbeinanna ; en á Goethes dögum
voru allir náttúrufræðingar á einu máli um það, að
bein þetta væri ekki til í mönnum, enda er það ekki
fljótfundið, því á fullorðnu fólki allflestu er það svo
fast vaxið við efri kjálkann, að engin sjást þar mót
á, en á fóstrinu er beinið mjög glöggt á mönnum,
sem öðrum spendýrum, en grær með aldrinum sam-
an við hin beinin. frátt fyrir allar þessar uppgötv-
anir var Goethe ekki í eins miklum metum hjá nátt.
úrufræðingum þess tíma og hann átti skilið, og kom
það einkum af því, að hann hafði gefið út bók um
litafræði, sem þótti lítils virði, og héldu því margir,
að aðrar náttúruskoðanir hans væru því líkar. Goethe
var ekki svo vel heima í stærðafræði, sem þarf til
þess, að gera rannsóknir í eðlisfræði, og hafði byggt
litafræði sína á rammskökkum grundvelli; þó kvað
margt vera í þessu riti, sem er mikilsvert fyrir mál-
ara og fagurfræðinga. Á ótal stöðum kemur það
fram í ritum Goethes, bæði í bundnu og óbundnu