Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 197
197
an til Noregs fyrir erkibiskup og ríkisráðið í Nor-
egi (1503). Síðan fór Eiríkur prestur utan, og kom
sjer inn undir hjá Eiríki Walkendorph, prófasti f
Hróarskeldu, sem þá var orðinn kanseleri hjá Kristj-
áni konungsefni (öðrum), og var í mesta gengi hjá
honum. Var dómur settur 22. nóv. 1507 í Osló, og
Eiríki presti dæmdur arfurinn eptir rjettarbót Há-
konar konungs háleggs (2. maí 1313).—25. nóv. gef-
ur konungsefni sira Eiríki verndarbrjef sitt, og bann-
ar, að nokkur dæmi yfir honum í veraldlegum mál-
um, nema konungsefni sjálfur, eða sá, sem hann
gefur umboð til þess. Nokkrum dögum síðar (1.
des. 1507) gefur Eiríkur prófastur Walkendorph út
brjef um það, að Eiríkur prestur hafi lofað sjer í ó-
makslaun : „80 rynsk gylldene af fulla vigt og þar
til 80 refskinn, sem kallast svort skollaskinn". Hafði
sira Eiríkur af þessu goldið þá þegar 10 gyllini, en
þau 70, sem eptir voru, og þau 80 tóuskinn áttu að
vera send til Hamborgar innan Mikaelsmessu 1508.
Eigi átti þó Eiríkur prestur að borga þetta einn
saman, heldur aðrir með honum, er hann hafði út-
vegað ýms einka-rjettindi; eru helzt til nefndir þeir
bræður Vigfús Erlendsson, höfuðsmaður, porvarður
lögmaður Erlendsson, bróðir hans, og Hólmfríður
systir þeirra.
Eptir að Eiríkur prestur var orðinn ábóti (1515),
komst hann í deilu við Gottskálk biskup út af jörð-
inni Kaldaðarnesi í Bjarnarfirði. Var málið lagt í
dóm. Gottskálk biskup bar fram brjef, að Jón J>or-
valdsson ábóti hefði fengið sjer jörðina í skuldir þær, er
hann varð biskupi skyldugur, þá er hann var prest-
ur og officialis Hólakirkju. Hins vegar bar Eiríkur
ábóti fram brjef með góðra manna innsiglum, að
Bjarni f>órarinsson, „góði maður“, og kona hans
hefðu selt jörðina Gunnari Jónssyni, conventubróður