Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 122
122
að færa söguna betur í stílinn en á dögum Saxós;
því höf. bætir þessu við: „f>ar er sagt, að andar
gangi ljósum logum, því svipir þeirra, sem hafa
drukknað, eða farizt vofeiflega með einhverju öðru
móti, koma svo bersýnilega á mannamót til kunningja
sinna, að þeir, sem ekki vita um dauða þeirra, taka
á móti þeim, eins og þeir væru glað-lifandi, og heilsa
þeim með handabandi. Og ekki sjá þeir villu þá,
sem þeir hafa vaðið í, fyr en draugarnir eru horfnir_
Landsbúar vita opt fyrir, hvað á dagana muni drifa
fyrir höfðingjum. (Draugarnir opinbera þeim það.)“
ís-söguna tekur Ziegler eptir Saxo.
Um íslandskort Zieglers er getið i Andvara, IX.
ári, bls. g—io, og er þvi lýst þar nokkurn veginn ná-
kvæmt, J>ó má bæta því við, að það er hjer um
bil 3 þuml. á lengd, en tæpur i á breidd, þar sem
það er breiðast1.
1544 kemur út Kosmographia Miinsters2, sem var
1) í Andvara er líka getið um Donis-kortið eða íslandskort
það, sem er á 8. kortinu i útgáfu Donis’ af kortum Ptolemseu-
sar. Vlme (Ulm) M CCCC LXXXII. ísland er kallað þar
Island eða Islanda, því enda-a-ið fylgir ef til vill öðru orði.
Annars er mjög illt að botna í nöfnunum á kortinu. Ekki
befi jeg getað fundið neina lýsingu á því inni í bókinni. „thyle
nisule“ (insula Thyle, eyjan Thule) er á öðrum stað, norðvestur
undan Skotlandi og Orkneyjum.
Á norðurlandakorti Claudii Clavi frá 1427 er þó enn eldra
íslandskort. þar er ísland í laginu eins og hálftungl, og veit
bungan vestur, en inn í bjúgu hliðina er aptur hálftungls-
myndað skarð og eru nabbar beggja vegna við það, svo vestur-
hliðin er þrjár bjúgar línur hver fram af annari. Kort þetta
er miklu minna en Zieglerskortið. Island er nefnt þar Jsla |
ndi | a. A. E. Nordenskiöld. Studier och Eorskningar „Tafl.
2“.
2) Jeg veit ekki, hvað margar útgáfar eru til af þessari
bók. í útgáfu þeirri, sem getið er um i heim.ritalistanum, er
um ísl. á bls. dxx—dxxi. Brunetsegir, að I. útg. af Miinster