Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 148
148
út úr Skálholtsbiskupi 1561, en selt hana fyrir of
fjár í Antverpen.
Einhversstaðar segir Blefken, að þar sem alþingi
sje haldið, hafi áður verið hátt fjall, en nú sje það
brunnið upp til kaldra kola, og sje sljetta eptir, en
fjöllin sjeu í kring um eins og áður. Tvær ár, sem
renni um þessar slóðir, renni seinast í jörð niður_
Sakamenn sjeu brennimerktir, og gangi það næst
dauða-refsingu, en sumir sjeu höggnir.
þ>ess er áður getið, að Blefken segist hafa farið
til Heklu, og gerir hann tilkall til þess fyrstur manna.
Hann fór þangað af alþingi, og voru í för með hon-
um 3 íslendingar og einn danskur maður. þegar
þeir komu í nánd við fjallið, vildu förunautar hans
ekki láta hann fara lengra; en hann ljet það ekkert
á sig fá, og gekk upp fjallið, „enda jók æskan mjer
þor“. þá var allt kyrt, og sá hann hvorki eld nje
reyk ; en allt í einu heyrði hann ákaflegar dunur
niðri í jörðunni, og skömmu seinna gusu upp bláleitir
blossar; fylgdi þeim svo andstyggileg brennisteins-
fý]a, að hann var nærri því kafnaður, og komst með
naumindum til förunauta sinna og hestanna. f>etta
afreksverk segist Blefken hafa unnið 4. júlí 1564,
og lagðist hann eptir það, eins og áður segir.
þetta segir nú Blefken; og hefi jeg farið svo mörg-
um orðum um hann af því, að hans er optast getið af
þeim, sem hafa svert ísland; en á hinn bóginn vissi
jeg, að menn þekktu hann ekki betur almennt, en
önnur sams konar rit.
Auðsjeð er það, að hann hefir ekki farið neitt eptir
Commentarius Arngríms, og er þó líklegt, að hann
hafi þekkt hann.
Saga Blefkens kom út hvað eptir annað, einkum
i öðrum ritum um norðurlönd, og var talin aðal-
heimildarrit um ísland um langan aldur, þar sem