Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 170
170
barnið vaknar eða lætur i ljósi, að það sje hungrað,
er því sniiið að kerinu og pípan sett upp í það,
svo það geti sogið eptir vild sinni. En þegar þarf
að ferðast eitthvað með barnið, þá er stungið upp í
það druslu, sem er vætt í mysu (dúsu ?), svo það
svelti ekki. Eptir hálfsmánaðar tima fær barnið
ekki aðra fæðu en fullorðna fólkið, og er barnið
klætt í buxur og treyju, og svo er það látið liggja
á gólfinu og velta sjer þangað til það feraðganga.
Ekki vagga íslendingar börnum sínum (bls. 129).
Matartilbúningurinn segir Anderson sje viðbjóðs-
legur og varla mönnum sæmandi. þ>arna rífi þeir í
sig ketið hálfhrátt, og ekkert jeti þeir fyr en það
sje orðið úldið og skemmt (bls. 130), en uppáhalds-
matur þeirra sje svið, sem þeir steiki í öskunni af
þessu geðslega eldsneyti; en það segir hann sjeu
dálkar og bein, löðrandi í grút (bls. 131).
Allir íslendingar sjeu sólgnir í brennivín, bæði
konur og karlar, og ekki vinni þeir í öðru skyni en að
geta keypt sjer brennivín. þ*að sje huggun þeirra,
mark þeirra og mið (bls 133-4). Kýrnar segir hann sjeu
bundnar undir rúmunum (bls. 136). þ>ó kastar tólf-
unum, þegar hann fer að tala um skaplyndi lands-
manna. Hann kallar þá dýrslega (bls. 137), en svo
skýrir hann þetta seinna með því, að taka það fram,
að þeir sjeu ragir, latir, þráir, deilugjarnir og skap-
illir,heiptugir, falskir og glettnir, óhótsamir, ljettúðugir
og saurlífir, svikulir og þjófgefnir (mest allt af þessari
romsu eráisi. bls). Svo ójþrifnir sje þeir, að enginn
danskur kaupmað'ur geti haft þá nærri sjer, þegar
hann eigi tal við þá, vegna grútarbrækju og annars
óþverra, sfzt í fyrsta skipti. þeir tali því ávallt
við þá undir beru lopti, og standi undan vindinum
bls. 141 —142). f>að sje svo svinslegt í húsum þeirra,
að almennilega uppaldir menn mundi verða veikir