Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 4
116
Prestur þverneitaði og kvazt hafa borgað Pétri og
Stefáni. Marteinn sagði að sér kæmi það ekki við;
hann hefði átt hvalinn, ekki síður en þeir. Prestur
sat við sinn keip. Þá íærði Marteinn sig upp á
skaptið og sagðist vilja íá naut hjá presti. Það
mætti ekki minna vera og skyldu þeir ekki skilja
fyr en prestur hefði lofað þvi. Séra Jón tók þess-
ari kröíu fjarri; voru þeir að þjarka um þetta um
hríð og gekk ekki saman. Loksins tók einn af fylgd-
armönnum Marteins snæri upp úr vasa sínum og
brá um háls presti, svo sem hann vildi hengja hann.
Það hefir þó eflaust ekki verið alvara, en presti
leizt ekki á blikuna og lofaði nautinu; skildu þeir
Marteinn við það og íékk hann sér hest og fylgd
til skipsins á öðrum bæ, en prestur sendi mann í
afrjett eptir nautinu.
Spánverjar lágu í svo góðri höfn, að vindur gat
ekki komizt að nema á einn veg; lágu skip Péturs
og Stefáns saman, en Marteins skip alllángt frá þeim.
Kvöldið þann 20. september dró mikinn hafíshroða
inn fyrir skip Péturs og Stefáns. Eptir dagsetur
brast á fjarskalegur útsynningsbylur og rak ísinn
á skipin en klettótt nes var hinu megin. Skip Stef-
áns sleit fyrst upp og barði stormurinn því og ísn-
um við hitt skipið, þángað til það sökk með öllum
farminum, en menn allir komust á Péturs skip. Það
rak á nesið og klofnaði þar í sundur í miðjunni;
sökk annar parturinn en hinn stóð á nestánni. Allir
bátar, sem voru við skipin, brotnuðu í spón, og
varð þvi erfitt um mannbjörg, enda hefði líklega
verið torvelt að bjargast á bátum í ishroðanum og
rokinu. Þó komust flestir af Spánverjum upp á
nesið við illan leik, en þrír drukknuðu. Litlu varð
bjargað af farminum á skipi Péturs. Þó náði hann