Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 5
117
nokkrum byssum óskemmdum en fáu öðru og hvorki
vistum né fötum.
Tíðindi þessi höfðu gerzt nóttina milli miðviku-
dags og fimtudags og flugu þegar út um sveitina.
Fimtudaginn höfðu sveitarmenn fáar fregnir af
Spánverjum, en þeir sem þeir töluðu við báru sig
mjög illa, eins og von var, því heita mátti að þeir
væru allslausir. Föstudaginn komu margir sveitar-
menn á fund Spánverja og töluðu við þá og þar á
meðal Jón lærði. Hann bauð Pétri skipstjóra vist
og þremur eða fjórum mönnum hans, þeim sem bezt
höfðu kynt sig. Pétur þakkaði honum kærlega fyr-
ir boðið, en kvazt hafa frétt til hafskips í Jökulfjörð-
um og hefðu þeir allir ráðið ao fara þángað og reyna
til að komast utan á skipinu. Jón réði honum fast-
lega frá því, en séra Jón Grímsson og fleiri íslend-
ingar, sem við voru staddir, hvöttu þá til að fara
af stað sem fyrst og vestur til skipsins; var það nú
fullráðið og var þó mörgum Spánverjum mjög illa
við það. Sumir báðu sveitarmenn að skjóta yfir sig
skjólshúsi á einhvern hátt, og kváðust vilja allt til
þess vinna, en það þorði enginn vegna Ara sýslu-
manns og kendu þó rnargir eða allir í brjósti um
þá.
Spánverjar fóru nú að búast til ferðar norður
fyrir Strandir, og var þó ilt um báta. Reyndar
höfðu þeir átt 6 báta í landi þegar skipin brotnuðu,
en þeir voru allir litlir nema einn; ráðstöfuðu þeir
nú eignum sínum, þeim sem bjargað hafði verið og
gaf Pétur skipstjóri séra Jóni Grímssyni mest af þeim,
en prestur fékk honum aptur nautið, sem mest þjark
hafði orðið úr millum þeirra Marteins, og lét Mar-
teinn það hlutlaust. Að skilnaði fékk Pétur vottorð
hjá presti um, að þeir hefðu farið vel að ráði sínu