Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 6
118
þar um sumarið, en skipshöfn Marteins var þó und-
an skilin. Vottorðið var bæði á latinu og íslenzku
og skrifuðu ýmsir aí þeim sem við voru staddir
undir íslenzku útgáfuna. I annan stað bað Jón lærði
Pétur að votta að sveitarmenn hefðu ekki gert þeim
neitt mein og að skipin hefðu brotnað fyrir isi og
stormi, en ekki af mannavöldum. Pétur var fús á
það og skrifaði vottorðið, en séra Jón Grímsson
stakk þvi þegar á sig og sá Jón lærði það aldrei
síðan.
Nú víkur sögunni til Marteins og skipverja hans.
Skipið lá í Naustvíkum. Þar bar engan ís að, en
skipið sleit upp um miðnætti (sömu nóttína sem hin
skipin fórust) fyrir veðurofsanum og rak upp möl-
ina; rambaði það þar leingi, en loksins brotnaði gat
á botninn og féll inn kolblár sjór. Þó höfðu skip-
verjar tíma til að flytja til lands flest sero lauslegt
var í skipinu og þar á meðal talsvert af brauði og
víni; var því síðan skipt meðal allra skipbrotsmanna.
Fjórum bátum héldu þeir óskemdum.
Laugardagsmorgun 23. september héldu Spán-
verjar af stað 82 saman á 8 bátum og voru þá
fiestir sveitarmenn viðstaddir nema Jón lærði. Jafn-
framt sendi séra Jón Grímsson sendimann gagngert
til Ögurs, til að segja Ara bónda frá þessum tíðind-
um öllum og burtför Spánverja. Séra Jón befir ver-
ið kunníngi Ara, því hann hafði verið prestur í Ög-
ursþíngum áður en hann fékk Arnes.
Spánverjar héldu djúpleiðir norður fyrir Strand-
ir og furðaði alla á hvað þeim sóttist, því brim og
ósjór keyrði fram úr hófi. Næsta þriðjudag voru
þeir komnir til Dynjanda í Jökulfjörðum. Þar var
skipið. Spánverjar höfðust þar við í tvær nætur og
gerðu bóndanum, Gunnsteini Grímssyni, ýmsar glett-