Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 10
122
■ekki svo búið mega standa. Hann skar upp herör,
ef svo má segja, og stefndi mönnum til Ögurs á á-
kveðnum degi, til að ráða að Spánverjum i Æðey;
nefndi hann þar fyrst til dómendur úr Súðavíkur-
dómi og svo aðra menn, eptir því sem honum þótti
þörf á. Allir skyldu þeir fæða sig sjálfir og kosta
að öllu leyti.
Liðið kom saman í Ögri þriðjudaginn seinastan
í sumri, 10. október, og voru þá nýkomnar þángað
fréttir af vígunum í Dýrafirði. Sumir voru ófúsir til
fararinnar, eptir því sem Jón lærði segir, en hafa
ekki þorað að sitja heima fyrir Ara. Eingir komu
af dómsmönnum og er kynlegt.
Sama daginn og mannsafnaðurinn varð í Ögri
gekk upp svo mikill stormur, að alt liðið sat tept
þar þangað til á laugardaginn, 13. október, sem var
fyrstur dagur í vetri. Þá var sent njósnarskip yfir
Djúp til Æðeyar að vita, hvað þar væri títt, ogfréttu
njósnarmenn að Spánverjar hefðu járnað hval, og
væri hann kominn á land á Sandeyri á Snjáfjalla-
strönd; voru flestir Spánverjar komnir þángað til
hvalskurðar, en fimm gættu eigna þeirra í Æðey.
Njósnarmenn héldu nú aptur til Ögurs og sögðu tíð-
indin og hélt flokkurinn nú til Æðeyar, yfir 50 manns.
Það var 14. október, iaugardaginn fyrstan í vetri.
Liðið kom til Æðeyar á kvöldvöku, áður en heima-
fólk var háttað og lét hermannlega. Jón lærði get-
ur þess þannig, að einn hafi haft »kylfukepp« í
annari hendi, en höggöxi mikla í hinni. Kona var
send inn í baðstofu með ljós, því þar lágu tveir Spán-
verjar á gólfinu; skildi hún það þar eptir og gekk
út síðan, en liðið þrengdist innar og var annar Spán-
verjinn drepinn strax. Hinn varðist vasklega en
varð þó seinast að láta líf sitt. Hinir þrír Spán-