Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 10

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 10
122 ■ekki svo búið mega standa. Hann skar upp herör, ef svo má segja, og stefndi mönnum til Ögurs á á- kveðnum degi, til að ráða að Spánverjum i Æðey; nefndi hann þar fyrst til dómendur úr Súðavíkur- dómi og svo aðra menn, eptir því sem honum þótti þörf á. Allir skyldu þeir fæða sig sjálfir og kosta að öllu leyti. Liðið kom saman í Ögri þriðjudaginn seinastan í sumri, 10. október, og voru þá nýkomnar þángað fréttir af vígunum í Dýrafirði. Sumir voru ófúsir til fararinnar, eptir því sem Jón lærði segir, en hafa ekki þorað að sitja heima fyrir Ara. Eingir komu af dómsmönnum og er kynlegt. Sama daginn og mannsafnaðurinn varð í Ögri gekk upp svo mikill stormur, að alt liðið sat tept þar þangað til á laugardaginn, 13. október, sem var fyrstur dagur í vetri. Þá var sent njósnarskip yfir Djúp til Æðeyar að vita, hvað þar væri títt, ogfréttu njósnarmenn að Spánverjar hefðu járnað hval, og væri hann kominn á land á Sandeyri á Snjáfjalla- strönd; voru flestir Spánverjar komnir þángað til hvalskurðar, en fimm gættu eigna þeirra í Æðey. Njósnarmenn héldu nú aptur til Ögurs og sögðu tíð- indin og hélt flokkurinn nú til Æðeyar, yfir 50 manns. Það var 14. október, iaugardaginn fyrstan í vetri. Liðið kom til Æðeyar á kvöldvöku, áður en heima- fólk var háttað og lét hermannlega. Jón lærði get- ur þess þannig, að einn hafi haft »kylfukepp« í annari hendi, en höggöxi mikla í hinni. Kona var send inn í baðstofu með ljós, því þar lágu tveir Spán- verjar á gólfinu; skildi hún það þar eptir og gekk út síðan, en liðið þrengdist innar og var annar Spán- verjinn drepinn strax. Hinn varðist vasklega en varð þó seinast að láta líf sitt. Hinir þrír Spán-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.