Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 18
130
hér upp enn einn dóm um þau eptir merkan mann,
Jón Espólín. Hann er á saurblaði í Hrs. Bmfj. 70,4
og hefir ekki verið prentaður áður.-
»Séra Hjalti Þorsteinsson, prófastur vestur í
Vatnsíirði, hefir nppskrifað þessa kvœðabók. Þótt
kvæði hennar séu nokkur1 2, sem að eru styrð, með
undarlegum lögum, óke[n]dum og nokkuð fornfáleg
eptir öldinni sumstaðar, þá er margt gott í þeim og
hugkvæmt, og höfundurinn hefir verið guðhræddur,
frómlyndur og sæmilega þeinkjandi maður og gott
skáld á sinni tíð. (Var þessi séra Olafur son Jóns
Erlíngssonar af Hagaætt, og er hans afkvæmi enn
fyrir vestan. Hann var prestur á Söndum í Dýra-
firði frá anno 1596 til 1627)*. Það sérlegasta við
kvæðin er þó sú hugkvæma hluttekníng, einlægni
og aluð, sem óvíða finnst eins i kvæðuin og er sann-
arlega betri kostur fag[ur]ri orðsnilli og liðugum ljóð-
um að tala til hjartans, hvað sem hver þar um
dæmir«.
Snemma var farið að safna ljóðmælum séra Olafs
og er því til meira af kvæðum eptir hann en flest
önnur skáld frá hans dögum. Elzta atskript eða út-
gáfa, sem nú er til af þeim, er frá 1655. 1 Ny kgl.
saml. 139 b, 4. Hún er kölíuð hér A. Auk þess
þekkja menn afskriptir þær sem nú skal greina:
Hrs. Bmfj. 70, 4. skrifað af séra Hjalta Þorsteinssyni
í Vatnsfirði 1693. Handritið er mjög fallegt með
snilldarlegri snarhönd, kallað hér B. Am 240, 8,
skrifað á Reynistað i Sæmundarhlíð 1704. Nótur
cru við fyrsta erindið. Höndin er krabbhönd, en
1) nokkuc), hndr.
2) það sem fer hér á eptir er skrifað seinna en hitt, en.
báðir eru þó kaflarnir með eigin hendi Jóns ílspólíns.