Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 19
131
nokkurn veginn læsileg. Handritið er kallað hér C.
Ny kgl. sanil. 18l'9 b, 4. Hængur er á titilblaðinu
og færi eg því titilinn hér til orðréttan: »Ein ágæt
og nytsamleg kvæðabók, ort af þeini sæla guðs
kennimanni séra Olafi Guðmunds s[yni] forðum sókn-
arherra að Söndum við Dýrafjörð á Vestfjörðum.
Byrjuð af skáldinu ár eptir guðs burð 1635, en full-
gerð og uppskrifuð af áðursögðu skáldi annó 1655.
Nú nýskrifuð annó Kristí 1762 [á Felli í Vopnafirði
af1 [Gísla(?) Sigurðssyni2«. í þessum titli eru tvær
stórkostlegar villur. Fyrst er séra Ólafur kallaður
hér Guðmundsson og svo er hann látinn yrkja og
rita kvæðabók sína mörgum árum eptir að hann
var dáinn. Einginn efi er þó á því, að handrit
þetta er kvæðabók séra Ólafs Jónssonar á Söndum.
Handritið er með fallegri snarhönd og kallað hér D„
Hrs. Rasks á Háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn
42, skrifað af Birni Jónssyni og Magnúsi Magnús-
syni, endað að Núpi í Dýrafírði 8. janúar 1787.
Handritið er fallegt snarhandarhandrit í fjögrablaða-
broti og er kallað hér E. Hrs. Bmfj. 376, 4. skrifað
seint á 18. öld, kallað hér F.
Þessi sex handrit af ljóðabók séra Ólafs á Sönd-
um hafa verið notuð við útgáfu þá af »Spönskuvis-
um«, sem fer hér á eptir, en aptur eru nokkur
liandrit, sem eg hef ekki átt kost á að nota: Bri-
lish museum. Collect. F. Magn. 179, 4. Advocates
Library. Edinb. Collect. F. Magn. 72, 4. Þar er stutt
sefisaga séra Ólafs. Handrit þetta er skrifað í Hítar-
dal 1769. Hrs. J. Sig. 73, 4 skrifað 1727. Ilrs. J.
Sig. 281, 8 skrifað í Skálholti 1780.
1) Með villuletri í hdr.
2) Með nokkurskonar rúnaietri í hdr.
8*