Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 20
132
Afskriptafjöldi þessi sýnir meðal annars hve
kvœði séra Olafs hafa verið mikils metin, en auk
þeirra eru einstök kvæði og sálmar eptir séra Olaf
á Söndum í mesta fjölda af handritum og vantar
íum þeirra í kvæðasöfnin.
Mjög fátt er til á prenti eptir séra Ólaf. Þó eru
fáeinir sálmar og vers eptir hann í ýmsum sálma-
bókum eldri og ýngri. Flest eru kvæði hans and-
leg og má heita að ekki séu til nema tvö verald-
leg kvæði eptir hann, sem hafa nokkra þýðíngu,
»Spönsku vísur« og »Kvæði um hrörnun Islands«,
óvenjulega fagurt og skáldlegt kvæði frá þeim tím-
um. Það er prentað í riti dr. Jóns Þorkelssonar,
þar sem til er vísað.
Kvæði það sem fer hér á eptir er venjulega
líallað »Spönsku vísur« og held eg þvi nafni, þótt
það komi hvergi fyrir með skýrum orðum í handrit
um þeim, sem eg hefi notað. I A og E er titill
kvæðisins á þessa leið: »Nú eptirfylgir eitt kvæði
um þá spönsku ránsmenn, er hér voru fyrir nokkr-
um árum, þeirra tiltektir. Item um þær löglegar
orsakir hvar fyrir þeir voru slegnir. Utdregið af
þeirri súpplíkatsíu, er send var tii alþíngis«. IF. er
titillinn svo að segja eins. Þar vantar að eins tvö
fyrstu orðin: Eitt kvæði o. s. frv. B hefir þennan
titil: »Nú eptirfylgir ein litil drápa um þá spönsku
ránsmenn eður Buschaios, er hér voru fyrir nokkr-
um árum. Utdregið af þeirri súpplíkatsíu, er send
var til alþíngis um þeirra tiltektir, um rannsökun
og löglegt álit þeirra máls og hvern endadag þeir
feingu«. I C er titillinn svona: »Nú eptirfylgir
kvæði um þá spönsku ránsmenn, sem á Vestfjörð-
um voru fyrir löglegar orsakir í hel slegnir. Ut-
dregið af þeirri súpplíkatsíu, sem til alþíngis send