Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Síða 21
133
var«. í Dertitill kvæðisins lángstytztur: *Ein drápa
urn spanska«, en á spássium þeim sem upp vita
stendur »Spanska drápan«. Aptan við kvæðið stend-
ur hér: »Endir drápunnar« og svarar það til »Amen«
i B. I hinum útgáfunum stendur ekkert sérstakt
aptan við kvæðið.
Spönsku vísur eru 77 erindi í öllum handritun-
um. Þær eru 118.—123. bl. í A, 100.—104. bl. í B,
116.—121. bl. i C, 232.-239. bls. í D, 394.-408. bls.
i E og 410.—426. bls. i F.
Handritunum af Spönsku vísum ber mjög sam-
an og er mjög lítill orðamunur í þeim eptir því sem-
annars gjörist um gömul kvæði, sem til eru í mörg-
um afskriptum. Þess ber þó að geta, að eg hefi
ekki týnt til állan orðamun, en tekið alt, sem nokkru
nam og jafnvel sumt, sem óhætthefði verið að sleppa.
Eg skrifaði kvæðið fyrst upp eptir B, en leið-
rétti svo eptir hinutn handritunum, eins og útgáfan
ber með sér. »Spönsku vísur« eru því ekki alveg
eins í neinu af handritum þeim, sem eg hefi notað,
og það kemur hér fyrir manna sjónir.
Loksins vil jeg taka fram, að kvæðið hefir ekki
verið prentað áður.
Spönsku vísur.
1. Kveðju mína’ og kærleiks band
í kvæði vil eg hér bjóða
öllum þeim um Isaland,
sem eru í1 því samhljóða
að lofa guð fyrir hið góða.
Einkum þó eg voga vil
1) sl. BCDE.