Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 42
154
og vægja meintu oss valla.
Hættlega1 [þá enn2 hagr vor stóð,
að hrapa mundum vér íslenzk3 þjóð4
í ánauð5 alla6.
70. Harla snögt að höndum bar
hermenn þá rángláta.
Vér hugsuðum ekki um háskann þar,
hver bar lund svo káta,
en guð vor hafði’ oss gát á,
allir lögðust þeir á eitt band,
eins og spanskir, að ræna land
sem mest úr máta.
71. Fólkið7 eingelskt þeim fylgdi þar,
sem faunguðu þeir með valdi,
ángur og neyð þeim öllum var
að erja’8 í reifara haldi,
sú beipt kom hinum að gjaldi.
þó varð eingum það augljóst
að þeim hinum ensku byggi’ um brjóst
sá kvíðinn kaldi.
72. Þeim vatt fram inn á Vatneyrarlag00
og vildu á Danska stríða,
brátt þeir alt sér bjuggu’ í hag,
sem bezt til vildi hlýða;
skamt9 var skeils að bíða;
þótt léti eptir þeim lukkan alt
að lyktum gerðist hjólið valt
og sveik þá síðan.
1) i hættu ACDEF. 2) enn þá ABD. 3) íslenzkt CF,
íslands E. 4) blóð BCF. 5) armóð ABE, armæðu F. C) all-
an D. 7) Fólk CDE, 8) arða ABCEF. 9) skamts(!) C.