Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Qupperneq 50
162
höfn. »Lag« er líklega skylt »lögur«, eitthvað vatns-
kyns, sjór.
óó. Jón Espólin segir, að atburður sá sem getið
er um í 69.—74. er. hafi gerzt 1615, eða sama árið
og Spánverjar voru vegnir. »Þá komu um sumarið
sjóvíkingjar á Patreksfjörð og ætluðu að ræna Vest-
fjörðu. Þeir höfðu tekið nokkra enska menn með
sér nauðuga, en er þeir komu á land og sjóvíkíngar
ætluðu að ræna Dani á Vatneyri, réðust hinir ensku
menn á þá, og urpu þeim í sjóinn og drápu marga,
en tóku svo fyrirliða og fóru á brott síðan«. (Arb.
V, bls. 135 — 36). Hvergi er þess getið, svo eg viti,
hverrar þjóðar þessir ræníngjar voru. Þeir hafa
valla verið enskir, þar sem þeir höfðu enska menn
1 haldi. Hver veit nema þeir hafi verið Tyrkir?
Eun má geta þess að það er með öllu áreiðan-
legt að Spánverjar voru vegnir 1615, en ekki 1616,
eins og Björn á Skarðsá segir. Ekki er heldur á-
stæða til að efa, að alls hafi verið drepinn 31 Spán-
verji, því það ber þeim saman um Jóni lærða og
séra Ólafl á Söndum. Frásögn Jóns Espólíns um að
Norðanmenn hafi drepið 11 Spánverja i verferð er
að öllum likindum uppspuni, eins og áður er tekið
fram. Það má telja víst, að Jón lærði hefði getið
þess í frásögn sinni, hefði það átt sér stað. Jón
Espólín hefir misskilið heimildarrit sín, þar sem
hann segir, að 31 Spánverji hafi verið drepinn í
ísafirði en 13 í Dýrafirði. Eptir því hefðu alls verið
drepnir 44 Spánverjar, en það nær eingri átt.
Spánverjar þeir sem drepnir voru, voru að eins 31
að tölu. Þetta hefir vakað fyrir Jóni Espólin, en
hann tvítelur þá sem drepnir voru í Dýrafirði í at-
hugaleysi, og þá ruglast reikníngurinn. Enn reingra
hefirþóFinnurbiskup Jónsson fyrirsér. Hannsegir, að