Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 52
Ölfus = Álfós?
Eptir
Brynjólf Jónsson
frá Minna-Núpi.
Svo segir í Landnámu (V. 13.): Álfr enn egðski
stökk fyrir Haraldi konungi af Ögðum ór Noregi;
hann fór til íslands ok kom skipi sínu í ós þann, er
við hann er kendr, ok Álfsós heitir; hann nam lönd
fyrir útan Varmá ok b]ó at Gnúpum«. Álfsús er
hvergi nefndur nema á þessum eina stað; ekki væri
unnt að vita hvaða ós það er, ef ekki stæði svo vel
á,V;,að þar er ekki um að villast. Álfr nam land
»fyrir útan Varmá ok bjó at Gnúpum«. En rjett
áður stendur: »Ormr nam land fyrir austanVarmá
til Þverár, ok um Ingólfsfell alt ok bjó í Hvammi*.
Það liggur opið fyrir, að landnám þessara manna er
Ölfussveit, þó nafnið sje ekki nefnt. En þarerekki,
og hefir aldrei verið, nema um einn ós að ræða, er
til sjávar liggur, það er útfall Ölfusár. Alfsós < r
því sama sem Ölfusár-ös.
En svo má fara lengra: Alfsós er sama sem
Ölfusá sjálf að meðtöldu »Soginu«, sem nú heitir,
allt upp að Þingvallavatni. Þangað hafa landnáms-
menn kannað landið upp með ánni að vestanverðu.
l>eir hafa álitið Sogið aðal-ána, því vestan frá sjeð