Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Qupperneq 55
1G7
viðurnefni Eiríks hefir verið: ul-fúss, þ. e. fús til öls
(að drekka það og veita); stendur það því ekki i
sambandi við örnefnið Ölfus, eða Öives. Það var nú
án efa hiu eina skynsamlega skvring á nafninu Ölves,
sem hægt var að koma fram með, að geta þess til,
að það hjeti í höfuðið á samnefndu hjeraði erlendis.
En af þvi ekki er hægt að styðja þá tilgátu með
neinu, verður að sleppa henni. Og það er hvort-
tveggja, að ættmenn Ölvis barnakarls munu aldrei
hafa verið kallaðir Ölvisingar til forna, cnda námu
þeir land í Hreppunum og ættbálkur þeirra dreifðist
rnest út þar um uppsveitirnar, sem ekki einu sinni
eru í nágrenni við Ölfusib. Álfr, landnámsmaður i
Ölfusi, var raunar af Ögðum; en það er engin sönn-
un fyrir því, að hann hafi verið af ætt Ölvis barna-
karls. Er líklegt, að þess hefði verið getið, ef svo
hefði verið, og því fremur ef hann hefði gefið hjer-
aðinu nafn eftir honum eða ætt hans, því Ölvir var
svo kunnur og kynsæll maður, að höfundi (eða höf-
undum) Landnámu hefði naumast verið ókunnugt um
það; og hann hefði þá ekki heldur sleppt að geta
þess. En það þarf ekki að fjölyrða um þetta: Forn-
ritin hafa »Ölfus«. en ekki »Ölves«; og má undra, að
Dr. Guðbr. minnist ekki á það. En vitanlega var
það ekki tilgangur hans, að rannsaka þetta mál,
hefir hann því farið fljótt yfir. Annars hefði hann
að líkindum komizt að annari niðursöðu.
Á hvorar myndirnar sem litið er: Ölfus, Ölfusá,
Ölfusvatn eða Ölves, Ölvesá, Ölvesvatn, þá stendur
það á sama: þær eru óíslenzlculegar og óskiljanleg-
ar. Þær hljóta að vera aflagaðar úr öðrum eldri
myndum. Það eru nú eldri myndir, sem standa í
íslendingabók: »Ölfossá« og »Ölfossvatn«, en þar
ber að sama brunni: ekki er heldur hægt að skilja