Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 56
168
þær, eins og þær eru. Þær hljóta lika að vera
breyttar úr öðrura enn eldri. Eitthvert skiljanlegt
orð og lagað eftir eðli islenzkrar tungu hlýtur að
liggja til grundvallar fyrir þeim öllum. Mjer hefir
dottið í hug að það muni einmitt vera orðið Álfsós.
Og þetta þykir mjer þvi líklegra, sem jeg hugsa
lengur um það.
Það er hægt að hugsa sjer og gera sjer skiljan-
leg öll þau brejúingastig, sem orðið: Álftsós heflr
gengið í gegnum, þangað til það var orðið að orð-
inu: Ölfus.
Einna fyrst mun mega telja það, að eignarfalls
s-ið í miðju orðsins hefir fallið burt, eins og mörg
dæmi eru til i samsettum orðum, þar sem fyrri hlut-
inn er í eignarfalli. Mörg orð verða við það þægi-
legri í framburði og þar á meðal er Álfsós, það var
þægilegra að bera fram: Álfös, og þá líka Alfóss-
vatn. Þvi hafa menn borið svo fram. Llkt stendur
á t. d. með nöfnin: Alfhólar (= Alfshólar), Ulfdalir
(= Úlfsdalir) og Úlfá (= Úlfsá), og fleiri mætti nefna.
Þessi breyting mun hafa orðið mjög snemma. Það
er jafnvel hugsanlegt, að strax þá er nafnið var
gefið, hafi það verið Alfós. Satt er það, að i Landn.
stendur: Álfsós. En þess er að gæta, að elztu frumrit
hennar eru ekki til. Enginn veit, hvort í þeim hef-
ir staðið Alfsós. Mjer þykir liklegra, að þar hafi
staðið: Alfós, en seinni afritarar bætt s-inu inn í.
Þeir hafa fundið, að það átti þar heima, en ekki
vitað, að orðið stóð í sambandi við orðið Ölfus. Svo
mikið er víst, að þó orðið standi í upprunamynd
sinni í Landn., þá hefir það verið búið að týna
henni í daglegu máli löngu áður en Landn. var rit-
uð, það sýna myndir þess í íslendingabók. Er þvi
eitt af tvennu: Annaðhvort hefir upprunamyndin,