Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Qupperneq 57
169
ásamt frásögninni um landnám Álfs, geymzt óbreytt
í tjarlægum hjeruðum Handsins, þar sem menn vissu
ekki hvaða ós það var, sem nafnið bar, ellegar rit-
ararnir hafa lagað orðið eftir mannsnafninu af skiln-
ingi sínum.
Menn vita það, að frameftir öldum voru hljóð
þau, sem táknuð eru með d og ó, ekki eins skarp-
lega aðgreind eins og á seinni öldum. Þá hefir t.d.
Olöf verið sama nafnið og Alöf (sbr. Alöf árbót og
Olöf árbót). 0g þar sem í vísu Hallfreðar stendur
(Ól. s. Tr. 256. kap.):
»Vera kveðr öld ór eli
Olaf kominn stála«,
þá sýnir bragarhátturinn, að Hallfreður hefir sagt:
Alaf, en ekki Olaf, og hefir það á þeim tíma staðið
á sama. Eins hefir verið um nafnið Alfós; það hefir
engu síður verið borið fram Ólfóst. Og eftir því sem
þessi hljóð aðgreindust hefir þess meira gætt að o-ið
í ós tillíkti sjer d ið í Álf, svo að Álfós varð alger-
lega að Olfós í framburðinum.
Tilhneiging manna til, að gera orðin æ mýkri
og linari í framburði, veldur óteljandi latmœlum,
sem gera daglega málið svo aðgæzluvert. Orðið Ólf-
ós hefir einnig orðið fyrir því: hljóðin í því hafa
styzt eða grennst í framburðinum, svo að úr Ólfós
hefir orðið Olfos. Og þá er svo var komið, bar það
ekki lengur með sjer, hvað meint var með þvi: eng-
inn vissi lengur, að merkingin var ós. Því varð
nú ekki lengur komizt hjá, þá er um ána var rætt,
að ákvarða merkinguna með því, að bæta d aftan-
við. Við það fjekk »Olfos« eignarfallsmerkingu og
eignarfalls-s bættist þar við. Nafnið varð: Olfossd —
að sínu leyti eins og Olfossvatn, sem breyttist að
sama skapi.