Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 58
170
En nafnið á var nú líka á reiki milli á og ó,
og átti það sjer stað um hvaða á sem ræða var í
landinu. En með tínianum varð á allstaðar ofan á,
eins í nafninu Olfossá og öðrum. En jafnframt fór
þá d-hljóðið i endingunni að hafa áhrif á o hljóðið í
upphafinu: það varð að ö-hljóði. Menn fóru að bera
fram: Ölfossá — og í samræmi við það: Ölfoss-
vatn — Hafa þessar myndir verið orðnar algengar,
þá er Islendingabók var rituð.
Aftur fór nú ö-hljóðið 1 upphafinu að hafa áhrif
á o hljóðið í -oss: það varð að w-hljóði. En eignar-
fallsmerkingin, sem Ölfoss- hafði borið með sjer,
varð þar við svo óljós, að ekki þótti lengur þörf á
að tvöfalda s-ið i framburði. Það var líka viðfeldn-
ara að sleppa þvi, og svo gerðu menn það. Núvar
þá orðið Alfós orðið að orðinu: Ölfus og A fósvatn
að: Ölfusvatn.
Öll þessi breytingastig eru svo snemma um garð
gengin, að á ritöldinni, þegar sögur vorar eru skráð-
ar, hafa orðin verið búin að fá hinar síðast-töldu
myndir og hafa þær því verið færðar í letur í sög-
unum. Og þá er búið var að því, var þeim óhætt-
ara við breytingum; enda hafa þau ekki breyzt eft-
ir það, nema að skift hefir verið um nafn vatnsins.
En það kemur ekki þessu máli við.
Það hefir vfst verið snemma, að menn fundu
þörf á, að gefa öllu byggðarlaginu, eða sveitinni,
samoiginlegt nafn. Lá þá mjög nærri að kenna
sveitina við ósinn, sem rann með henni endilangri og
kalla Alfsóssveit — eða Alfóssveit þá er s-ið var fall-
ið burtu. Getur líka verið, að menn hafi nefnt Álf-
ósshrepp eða jafnvel Álfósshjerað. En það kemur
allt í sama stað niður. Hjer er svo hreytingasaga
orðsins hin sama, sem áður er rdkin. En það bætist