Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 59
171
við, að þá er það var orðið algcn<;t að nefna »ÖIf-
■us.weit« (Olfushrepp eða Olfushjerað?), án þess að
-gera sjer neina hugmynd um merkingu »Ö//*ts«-nafns-
ins, þá hættu menn að finna þörf á, að bæta hinu
Akvarðandi orði: -sveit (eða hvað það nú var) aftan
við. Nafnið Ölfus var svo einkennilegt, að þá er
það var búið að festa sig við sveitina, þá þurfti
ekki að bæta við það -sveit, eða neinu slíku, til þess
að hver maður vissi hvað um var talað.' Menn
nenntu þá ekki heldur að hafa orðið lengra en þurfa
þótti, nefndu svo sveitina blátt áfram »Ölfus«, og
varð það að vana. En um leið fundu menn til þess,
að viðfeldnast var, að hafa það nafn hvorugkyns,
og gerðu menn það ósjálfrátt. Það hlaut nefnilega
oft að koma fyrir, að orðið væri haft með greini, og
þá var ólíku viðkunnanlegra að segja Ölfusiá, held-
ur en Ölfusfww eða Ölfusm. Hafi það líka verið
nefnt Ölfushjerað áður, sem vera má, þá var hvor-
ugkynsmerkingin þegar fengin fyrirfram í orðið Ölf-
■us. Þar sem Ölfussveit kemur fyrir í sögunum, er
nafn hennar ekki nema Ölfus-, sveitar-orðið er þá
þegar fallið burtu.
í fijótu áliti má það virðast undarlegt, að Ölfusá
skuli ekki halda nafninu alla leið upp að Þingvalla-
vatni, hafi nafnið Alfbs náð þangað. Hvernig stend-
ur á því, að efri hluti hans skyldi sjðar fá hið ein-
kennilega nafn: »Sogið«? Sennilegt svar upp á þetta
spursmál iiggur ekki fjarri: I fyrstu mun staðurinn
þar, sem ósinn rann úr vatninu, hafa verið nefndur
»Sog« af straumlaginu. Þar, en ekki annarstaðar,
gat það nafn átt við. En þá er nafnið Alfós var
orðið svo breytt, að það var óþekkjanlegt og merk-
ingarlaust, þá gleymdist smámsaman hve langt það
náði. Þá fóru menn að láta nafnið »Sog« eða »Sog-