Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 64
Um Eirík blóðöx.
Eptir
Jón prófast Jónsson.
Svo hefir alment verið talið, að Eiríkr blóð-
-öx Noregskonungr, sonr Haralds hárfagra, hafi orð-
ið að flýja land fyrir Hákoni Aðalsteinsfóstra, bróð-
ur sínum, árið 935, og fengið svo Norðymbraland til
forráða af Aðalsteini Englakonungi (Guðbrandr Vig-
fússon: Safn I. 314., Finnr Jónsson í formála Egils-
sögu (1888), bls. XLV., sbr. P. A. Munch: N. F. H.
I.i 710 —7341). Þetta kemr bezt heim við tíraatal
Ara fróða og annara íslenzkra sagnamanna, ogsýn-
ist ekkert geta verið á móti því annað en það, að
enskar árbækr geta ekki um neinn Eirík konung
á Norðymbralandi fyr en löngu síðar (948), ogmátti
þó virðast nægilegt tilefni til að geta hans að ein-
hverju leyti, hefði hann verið kominn til Norðymbra-
lands fyrir orustuna við Brunanborg (937, sbr. safn
I. 318). Af þessum rökum hafa risið efasemdir hjá
ýmsum fræðimönnum nú á tímum um það, að sög-
urnar hermdu rétt um þetta atriði. Dr. E. Jessen
1) Munch telr líklegt, að Eiríkr haíi eigi náð ríki á Norð-
y'tnbralandi þegar eptir flótta sinn úr Noregi (NFHIi. 710)
Iieldr á seinustu ríkisárum Aðalsteins (939—41, s. st. 726 bls).