Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 65
177
(Undersögelse til nordisk Oldhistorie, 65. bls.) segir
<að það sé ekki hafandi fyrir satt, að Eiríkr blóðöx
hafi (nokkurntíma ? eða á þeim tíma er Egilssaga
bendir til?) verið konungr á Norðymbralandi, fyrst
eigi sé unt að fá hina minstu vitneskju um það af
enskum ritum («at Erik skulde have været konge i
Nordhumberland, er ikke til at tro pá, nár de en-
gelske kilder ikki har sá meget som et lille bitte
nys derom»). Dr. Guðbr. Vigíússon hefir á efri ár-
um sínum (í Corpus poeticum boreale) notað þögn
ensku árbókanna um ríki Eiríks á dögum Aðalsteins
ásamt öðru fleiru til að hafna tímatali Ara fróða, og
setja upp alveg nýtt tímatal fyrir Noregskonunga-
(og íslendinga-) sögur á 10. öld. En áðr en fallizt er
á það að raska þurfi grundvellinum undir vorum
fornu söguvísindum virðist rétt að gæta sem bezt að
því, hvort ómögulegt sé að samrýma sögur vorar
við ensku árbækrnar, sem eru svo fjarska fáorðar,
sundurlausar og óljósar um þetta tímabil, að þögn
þeirra nægir als ekki tii að hrinda því, sem mörg-
um góðum fornsögum ber saman um. Reyndar hafa
allar röksemdir G. V. fyrir hinu nýja tímatali ver-
ið hraktar í hinni ágætu ritgjörð Magnúsar Stephen-
sens í Tím. V. 145—180, (sbr. F. J. í form. Eg. bls.
XXXIX. n) en þar er farið nokkuð fljótt yfir þetta
atriði, og jafnvel talið »mjög vafasamt, hvort ensk-
ir annálar nefna Eirík konung blóðöx*. Hér verðr
því leitazt við, að rannsaka sem nákvæmlegast alt
sem lýtr að komu Eiríks blóðöxar til Norðymbra-
lands, og verðr fyrst að fara fám orðum um ástand
landsins um það leyti, er sögurnar segja að hann
hafi komið þangað.
Síðan Loðbrókarsynir unnu Norðymbraland á
ofanverðri 9. öld, höfðu þar orðið ýmsar byltingar
11