Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Qupperneq 69
181
aptr meðan Aðalsteinn var á lífi. Eptir þessa orustu
segja enskar árbækr als ekkert frá Aðalsteini (nema
lát hans 940) og er enginn annar til frásagnar um
það en Islendingar, hver þá hafi verið skipaðr yfir
Norðymbraland, en það verðr öldungis ekki talið ó-
líklegt, sem þeir segja, að Eiríkr blóðöx hafi þá ver-
ið gjörðr þar að landvarnarmanni fyrir Skotum og
Irum (Eg. 59. k. 62. k.) eða Dönum og öðrum vík-
ingum (Hkr. 85. bls.). En hefði hann komið til Eng-
lands 935 eða 936, hví skyldi hans þá ekki vera
getið við Brunanborgarorustu ? Að vísu er sú
frásögn, sem til er um hana, als ekki nógu nákvæm
til þess, að nokkuð verði með vissu af henni ráðið í
þessu efni, en samt má svo mikið segja að það
styrkist ekki af enskum (né írskum) frásögnum um
orustu þessa, að Eiríkr hafi átt riki á Norðymbra-
landi fyrir árið 937, og þetta mun sumum þykja
næg sönnun fyrir þvi, að hann hafi þá ekki verið
konungr þar, enda segir G. V., að það hafi hvergi
verið staðr handa honum fyrir vestan haf um það
leyti (sjá Tím. V. 148) sem líklega er svo að
skilja, að sögr hefði orðið að fara af því, ef hann
hefði verið þar þá (sbr. Safn I. 318).
En hvað má nú helzt ráða af sögum vorum
um það, hvenær Eiríkur hafl komið til Englands?
Það er ekki tekið fram með berum orðum í kon-
ungasögunum (Hkr., Fagrskinnu) hvað langr tími
hafi liðið frá því er Eiríkr flýði úr Noregi, til þess
er hann náði ríki á Norðymbralandi, þótt heizt líti
út fyrir, að þetta sé látið gjörast á hinum sömu
missirum. Greinilegust er frásögn Eg., og er Egill
þar látinn koma til Eiríks blóðöxar á Englandi t
haustið 936 (G. V.: Safn I 319, FJ: Eg. LVIII). Eu
við þessa frásögn er það athugavert, að það er