Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Síða 71
183
austan haf, því að þótt Noregskonungar hefði æðstu
yfirráð yfir eyjunum, þá hefir ríki þeirra varla ver-
ið svo mikið þar vestra, að Orkneyingar væri ekki
að miklu leyti sjálfráðir, meðan konungar voru
hvergi nærri. Hér liggur þvi jafnvel beinast við
að halda, að Egill hafi haft grun um, að Eiríkr
og Gunnhildr kynni sjálf að vera í eyjunum, og
viljað því ekki koma þar við. En hefði hann vitað
um flótta Eiriks úr Noregi, þegar hann för aðheim-
an, eins og liklegast er, þá var eðlilegt, að hann hefði
haldið fyrst til Noregs, eins og Islendingar voru
vanir að gjöra, þá er þeir fóru utan. Má þá nærri
geta, að hann hafi leitað á fund Hákonar konungs
og beðið hann að unna sér laga á erfðamáli sínu?
on konungur tekið því seiniega, og hafi Egill þá
tekið það ráð, að fara vestur til Englands á fund
Aðalsteins konungs, bæði til að vitja heita þeirra,
or hann hafði heitið Agli að skilnaði, og jafnframt
til að leita liðsinnis hans með orðsendingar til Há-
konar konungs. Það er all-líklegt, að Egill hafi
verið einn vetr í Noregi í þetta skipti (936—937),
og kynni það aptr að vera mishermt í sögunni, að
hann hafi verið þar einn vetr eptir að hann kom
frá Englandi, áðr en hann fann Hákon konung
(Eg.1 65—66 k., 262—63 k.), því að ætla má, að
|>eir Egill og Þorsteinn Þóruson mundu ekki draga
það lengi að finna Hákon konung, eptir að þeir
komu vestan, en aptr mun Egill hafa dvalið um
hríð með Þorsteini eptir víg Atla skamma, sem
sagan segir (J68. k., 265. k.). En hvað sem þessu
líðr, þá er það ljóst af kvæði Egils »Höfuðlausn«,
or hann orti um Eirík konung, að hann hefir
Jcomid frá Noregi til Englands, þvi að kvæðið byrj-
ar svo: »Vestr fór ek of ver«, ogseinnaiþví stendr: