Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 74
186
í þetta sinn komið til Englands, þegar hún var
ný-afstaðin1, því að hefði hann verið með Aðalsteini
vetrinn áðr (F. J.: Eg. LVII) mundi hann auðvitað
hafa tekið þátt í orustunni. Hefir þá Eirikr blóðöx
sama sumarið farið með lið sitt til Englands, og
hvort sem hann hefir ætlað að taka þátt í herför
Norðmanna (Olafanna) gegn Aðalsteini, en komið of
seint, (eins og Eg. virðist benda til, þar sem hún
segir, að Aðalsteinn hafi farið á móti honum með
herliði), eða hann hefir farið friðsamlega og beiðst
miskunnar af Aðalsteini, eins og »Agrip« segir, þá
mun hann ekki hafa verið viðriðinn Brunanborgar-
orustu, heldur komið eptir hana til Englands, og
sæzt á það við Aðalstein, að halda Norðymbruland
af honum og verja þar land fyrir öllum, sem á
það vildu leita. Að þessa er ekki getið í enskum
árbókum, sannar ekkert, þar sem árin frá orustunni
til dauða Aðalsteins standa alveg auð, eins og áðr
er á vikið.
Enn nú vill svo vel til, að það er til ein saga
trá Bretlandseyjum, sem bendir ótvíræðlega til þess,
að Eiríkr hafi ráðið riki á Norðymbralandi fyr en
11 Þannig segir í Eg. (' 62 k., 259 k.):. »er þeir hittu
menn at máli, spurðu þeir þau tíðendi, er Agli [þóttu góð,
at Aðalsteinn konungr var heiil og riki hans, en þau voru
•önnur, er Agli] þóttu háskasamlig, at Eirílrr konungr
blóðöx var þar fyrir ok Gunnhildr* o. s. frv. (það sem er
tnilli [ ] vantar í aðalhandritið (M.), setn er annars fjölorðara
en W., og hefir líklega fallið úr M. af ógáti, eins og fleiri
greinir, sjá 902 bls. og 927,8 í útg. 1888). Það litur svo út,
sem það hafi vakað fyrir sagnamönnunum, að Aðalsteinn og
ríki hans hafi nýlega verið í hættu mikilli, sem hann hafi
stýrt vel undan. Egill hafði, eptir sögunni, harða útivist,
og komst ekki til Englands fyr en um haustið.