Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 76
188
Þaðan fór Cadroö til borgar, sem nefnd er »Lugdina«
(Lundún), og gisti þar hjá manni nokkrum gömlumr
er »Hegfridus« (Ecgfrid) hét. Þá varð eldr laus og
brann mikið af borginni, en Cadroe gat stöðvað eld-
inn og fór eptir það til konungsins, er sat í »Vinde-
castra« (Winchester) og »Hegmundus« (Eadmund,.
Játmundr) hét, en sá var erkibiskup, er »Ottho«
(Odo) hét. Ártöl eru eigi tilgreind, en flestir þess-
ara manna þekkjast af öðrum ritum (nema »Gunde-
ricus« og »Hegfridus«).
Constantín Skotakonungr, sem hér er nefndrr
réð ríki um fyrri hluta 10. aldar og var í Brunan-
borgarorustu, en lét af ríkisstjórn 942 eða 943.
Hann kom Donald bróður sínum til valda i Strath-
clyde, og tók Owen, sonr hans eða eptirmaðr, sem
kallaðr er Kumbrakonungr, þátt í Brunanborgaror-
ustu (Norm. III. 82). Seinna er enn nefndr Donald
(Dunmail) konungr á Kumbralandi (faðir Owens,
eða sonr? sbr. Skene 77. bls.* 1), sem Játmundr Engla-
þess, að hún hafl verið dóttir Gorms Danakonungs og Þyri
drottningar, þá mætti geta þess til, að Þyri hefði verið skozk
að móðurætt (Saxi IX. 469. lætr hana vera dóttur Engla-
konungs).
1) Líklegast virðist, að Owen hafl ráðið riki að föður
sínum lifanda, en flúið norðr til Skotlands eptir Brunan-
borgarorustu, og hafl þá faðir hans einn ráðið Kumbralandi
um hríð, eða til þess er Játmundr vann það. Síðan er Owen
nefndr í brjefl frá 955 (Norm. III. 85) meðal annara smákon-
unga hjá (Norðr-)Bretum, og í írskum árbókum (Tighernachs,
sjá Skene 77. bls), er nefndr Domnall mac. Evain (Donald
Owens son) Bretakonungr árið 975 = Dunwallon í Strathclyde.
(124. bls.). Dufnall (Donald) er nefndr meðal Bretakonunga,
er hyltu Eadgar Englakonung 973, (Mon. h. Br. I. 578), og
virðist hann hafa verið konungr í Stiathclyde og faðir
Malcolms, er var við sömu athöfn og talinn er Kumbrakon-