Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 77
189
"konungr (f 946) átti ófrið við (945) eptir að hann
hafði lagt undir sig Norðymbraland; segir Roger frá
Wendover að Játmundr hafi blindað tvo sonu hans
•og fengið Malcolm Skotakonungi land lians til for-
ráða. Malcolm þessi dó 953 eða 954, sama ár og
ensku árbækurnar setja (í seinasta lagi) fall Eiriks,
■er Simeon frá Durham (Mon. hist. Brit. I. 687) telr
hinn síðasta konung Norðymbra.
Þar sem Cadroe fann nú seinast Játmund kon-
ung í Winchester höfuðborg Vestr-Saxa, en Játmundr
virðist eigi hafa komið heim úr norðrför sinni fyr
en sama ár og hann lézt (946), hefir það hlotið að
vera fyrir 946, sem hann var hjá Eiríki konungi í
Jórvík, og þó er ekki líklegt, að það hafi verið á
árunum 944—945, þegar Játmundr átti ófrið bæði
við Norðymbra og Kumbra, og alt var í hers hönd-
um þar nyrðra. En árin 941—944 eru nefndir aðrir
konungar en Eiríkr á Norðymbralandi, nefnilega:
Ólafr (Sigtryggsson) kvaran 941—944, Ólafr Guð-
röðarson 941—42(?) og Rögnvaldr Guðröðarson 942
—944, svo að þá virðist mega með sanni segja, að
þar hafi hvergi verið staðr handa Eiríki. Flest
lýtr þannig að því, að Cadroe hafi ekki getað ver-
ið hjá Eiríki seinna en 941, en löngu fyr hefir það
varla verið, því að 940 er Wulfhelm nefndr erki-
biskup í Kantaraborg (Mon. hist. Brit. I. 386) og
hefir Odo því ekki orðið erkibiskup fy.r, en rétt ept-
ir lát Aðalsteins er hans getið sem erkibiskups
(Mon. hist. Br. I. 686). Má því ætla, að Cadroe hafi
farið frá Skotlandi á síðustu ríkisárum Aðalsteins
ungr, því að Tighernach getr um lát Malcolms »Norðr-
Bretakonungsc 997. Hefir þá annar feðganna ráðið Strath-
■clyde en hinn Kumbralandi 973, og gat líkt átt sér stað á
dögum þeirra feðga Donalds og Owens um miðja öldina.