Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 78
190
(um 939—940) og komið þá til Eiríks skömmu áðr
en hann hefir stokkið úr landi (fyrir Olafi kvaran
og Játmundi konungi'?), en til Játmundar hefir
Cadroö líklega komið þá er hann var nýkominn til
ríkis og Odo nýorðinn erkibiskup (um 941—942).
Saga þessi kemr þannig ágætlega heim við
sögur vorar að því ieyti, sem hún visar svo til, að
Eiríkr hafi verið konungr í Jórvík áðr en Constanín
slepti ríki á Skotlandi (942), áðr en Kumbraland var
unnið af Englum (945) og jafnvel áðr en Játmundr
fór herförina tíl Norðymbralands 944, en þá benda
önnur rök til þess, að hann bafi ríkt þar enn fyr,
og varla haft þar vald eða haldist þar við nema
litla hríð eptir að Játmundr tók ríki eptir Aðalstein
bróður sinn.1
Alt fram að þessu hefir verið hægt að samrýma
það, sem sögur vorar segja um Eirík blóðöx eptir
fiótta hans frá Noregi, því að þótt þeim beri eigi
alveg saman, þá bætir hvor aðra upp og leiðréttir
hvor aðra, svo að alt kemr vel heim við það, sem
vitanlegt er af útlendum (enskum) ritum. Það er
auðsjáanlega skakt í Eg. (59 k., 62 k.), að Eirikr
hafi gipt Arnfinni jarli í Orkneyjum Ragnhildi dótt-
ur sína, þegar er hann kom til eyjanna eptir fiótt-
ann frá Noregi, því að þá hefir hún hlotið að vera
barn að aldri, og er hitt miklu eðlilegra og sjálfsagt
nær hinu sanna, sem segir í Hkr., að Gunnhildr og
synir liennar hafi gipt hana löngu síðar, áðr en þau
fóru til Danmerkur frá Orkeyjum (Hkr. 89. bls.2).
1) Það er ljóst, að Cadroe hefir ekki getab komið til
Eiríks á árunum 948—954 því a5 þá var Játmundr konungr
látinn, (og þeir bræðr Constantín og Donald ekki konungar
Irumar).
2) Fsk. 10. bls. lætr Gunnhildi og sonu hennar fara úr-