Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 79
191
Aptr er það mjög ólíklegt, þar sem svo vísar til í
Hkr, (86. bls.), að Haraldr Eiríkson hafi verið nokk-
ur ár í hernaði fyrir vestan haf með bræðrum sín-
um, áðr en Haraldr Gormsson tók hann til fóstrs
og knésetti hann. Þetta hlýtr að hafa farið milli
raála í sögusögninni, og er hægt að leiðrétta það
eptir »Ágripi« og vísu Glúms, sem hér er bent til að
framan.
En nú kemr það, sem örðugra er að fást við,
og það eru missagnirnar um burtför Eiríks blóðöxar
úr Norðymbralandi og fall hans. Snorri segir (Hkr.
85. bls.) að hann hafi farið frá Norðymbralandi
skömmu eptir lát Aðalsteins konungs (f 940 eða
941) og kemr það vel heim við útlend sagnarit, sem
vísa svo til, að Olafr kvaran hafi komið til Norð-
ymbralands (Jórvíkr) árið 940 (941), eða í upphafi
ríkis Játmundar konungs. Snorri segir, að Játmundi
konungi hafi ekki verið um Norðmenri, og Eiríkr
ekki verið í kærleikum við hann: »fóru þá þau orð
um, at Játmundr konungr mundi þá annan konung
setja yfir Norðymbraland«, hafi þá Eiríkr farið í
vestrvíking, og haft með sér Jið mikið úr Orkneyj-
um, Suðreyjum og írlandi, herjað síðan á Bretland
(Wales) og England, gengið þar langt á land upp,
og fallið í mannskæðri orustu fyrir Ólafi konungi,
landvarnarmanni Játmundar konungs CHkr. 85.—86.
bls. Hák.s.g. 4. k.). í Fagrsk. (16. bls.) segir, að
landi fyrir Játmund konungi eptir fall Eiríks, og beint til
Haralds Danakonungs, en ekki til Orkneyja (sbr. Ágr. 18—19
d. og Eg. *70 k.) enda getr Fsk. (16. bls.) um giptingu Ragn-
hildar á undan falli Eiríks föbur hennar, og kann vera, að
hann haíi sjálfr gipt hana ábr en hann fór aptr til Englands
(948, sbr. Munch. N. E. H. I. 1. 732 n. 1.