Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Síða 80
192
Eiríkr blóðöx hafi lagzt í vestrviking, af því að
honura hafi þótt ríki sitt lítið, og herjað »eitt sum-
ar« meðal annars á England, fyrir því, að Aðal-
steinn hafi verið andaðr, en Játmundr (»sonr hans«)
kominn til ríkis, og hafi Eiríkr svo fallið fyrir Olafi.
Eg. segir líka, að Eirikr hafi fallið í vestrvíking, og
Egill frétt út til íslands lát þeirra beggja undir
eins, Aðalsteins og Eiríks. Aptr á móti segir »A-
grip«, að Eirikr hafi með ráðum Gunnhildar konu
sinnar gjörzt svo grimmr og greypr við lýð sinn,
að hann hafi varla þótzt bera mega, og hafi Eirikr
at því ráðizt i hernað og víking víða í vestrlöndum,
og fallið í »Spaníalandi« í útilegu (7. k., 18. d.1).
Af frásögu »Agr.« verðr ekkiséð, hvenœr Eiríkr hafi
farið úr Norðymbralandi, eða hversu lengi hann hafi
verið i »útilegu«, en Hkr. og jafnvel Fagrsk. setja burt-
för hans skömmu eptir dauða Aðalsteins. og virðast
samhljóða Eg. í því, að hann hafi fallið litlu síðar, þótt
tímatakmarkið sé nokkuð óákveðið í »Fsk«. Svo mikið
virðist mega sjá með vissu af öllu þessu, að Eirikr
blóðöx hafi ekki haft neitt viðnám á Norðymbralandi
eptir lát Aðalsteins, heldr orðið að flýja þaðan og
leitað þá fyrst til Orkneyja og síðan farið þaðan f
vestrvíking. En um fall hans eru tvær ólíkar frá-
saguir í sögunum, eins og nú var greint, og með
því að þeim ber ekki saman um þetta atriði, þá er
ekki takandi fult mark á bvl, sem þær segja um
það, og lýtr þá flest að því, að Eirikr blóðöx hafi
lifað mörg ár eptir lát Aðalsteins, og sé sanli maðr
og Eiríkr Haraldsson, er enskar árbækr segja, að
Norðvmbrar hafi tekið til konungs yfir sig árið 948.
11 Sama segir »Hist. Norv.« (Munchs útg. 11. bls.
»occubuit in Hispaniæ finibus«).