Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 81
193
Eins og M. St. hefir tekið fram (Tím. Bmf. V. 171)
er það ekki sennilegt, að Norðymbrar hefði tekið til
konungs útlendan mann, sem þeir þektu ekkert áðr,
móti vilja Englakonungs (sbr. F. J.: p]g. XLV.). Hér
verðr og að taka það til greina, sem Adam frá
Brimum segir, (II. 22) að Haraldr Gormsson Dana-
konungr hafi sent Eirík (»Hiring«) son sinn með
herliði til Englands, og hafi hann lagt eyna undir
sig, en verið seinast svikinn og drepinn af Norð-
ymbrum. Að hér sé átt við Eirík (Yric, Hyryc, Ir-
cus, Eiricus, Eyricus, Eilricus) þann, er enskar ár-
bækr nefna, sýnist vafalaust, þótt alt sé ónákvæmt
hjá Adami, eins og vant er, og það er ekkert und-
arlegt, þótt Adam hafi ruglazt í ættfærslu hans, og
tekið Eirik blóðöx fyrir son Haralds Gormssonar,
þar sem Eiríkr leitaði fyrst sjálfr hælis í Danmörku
hjá Haraldi, og aptr seinna kona hans og synir,
enda virðist frændsemi hafa verið með þeim Eiríki
og Haraldi, svo sem áðr er á vikið1. Eigi er það
heldr ólíklegt, að Haraldr Gormsson hafi fengið Eiríki
blóðöx liðstyrk, þegar hann fór fyrst vestr um haf2,
1) Meðal sona Eii’íks eru nefndir Gamli og Gormr (Agr.,
Hist. Norv.j og virðist sú tilgáta Munchs all sennileg, að
Gamli hafi heitinn verið eptir Gormi konungi gamla, en óvist
er að hann sé sami maðr og faðir Haralas blátannar. Nú
halda ýmsir sagnfræðingar (sjá Herm. Möller í Yidensk.
Selsk. Torh. 1893, 262. bls. n. 3.), að sá Gormr (>heimski*
eða »ríki«) hafi als eigi orðið gamall maðr, og varla gat hann
í'engið viðrnefnið til aðgreiningar frá öðrum yngra Gormi,
sem hvergi ,er nefndr. Það virðist þvi liklegra, að Gormr
»enski« f 890, sem var eldri maðr, hafi verið kallaðr Gormr
»gamli«, og Gamli Eiríksson verið heitinn eptir honum,
hvernig sem svo frændsemi þeirra hefir verið háttað.
2) P. A. Munch (N. F. H. 1. 743. n. 3) gizkar á, að Eiríkr
hafi haft lið frá Haraldi, þá er hann kom til Norðymbra-
lands eptir daga Játmundar.
12