Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 84
1<J6
Aðalsteinsfóstra til Danmerkr, að Haraldr blátönn
tór að styrkja Gunnhildarsonu til ríkis í Noregi.
Nú virðast það einmitt hafa verið þessir elztu synir
Eiríks og Gunnhildar: Gamli, Guthormr og Haraldr,
er herjuðu fyrst til Noregs, og má vera, að hinir
yngri bræðr þeirra hafi þá enn verið fyrir vestan
haf með föður sínum. Þar sem Fsk. getr um ófrið
Gunnhildarsona í Austrvegum og í Noregi, nefnir
hún þá Gamla og Guthorm sérstaklega til þess (18.
bls.). Guthormr segir hún að fallið hafi í Austrveg-
um (31. bls.), en Gamli við Freiðarberg (FræðarbergJ
á 20. ríkisári Hákonar (954 eða 955), en Haraldr og
Sigurðr komizt undan. Eptir Hkr. var fyrsta orusta
þeirra Eiríkssona við Hákon í Körmt á Ögvaldsnesi
(951, sbr. Fsk. 18. bls. og Hkr. 93—97, Hák. g. 17
— 20. k. eða 953 eptir Munch. N. F. H. I. 1), en um
hana getr Fsk. ekki. Agr, getr um þessa orustu
þá er Hákon hafði 15 vetr haldið Noregi (950, útg.
V. D. 5 k., 12. d.), og segir að þar hafi fallið »Goð-
ormr, Hálfdan, Eyvindr«, en Hkr. nefnir að eins
Guthorm. Synir Eiríks og Gunnhildar eru 10 nefndir
á nafn í »Ágr.« (5. k., 8. d.), en þar að auki er
talin 1 dóttir (Ragnhildr) 1 Hkr. og Eg. og 1 sonr
til (Rögnvaldr) í Eg. — Það ræðr því að líkindum,
að mikill aldrsmunr hafi verið með þeim Elríksson-
um, og mætti ætla, að þeir væri fæddir á árunum
923—943 (sbr. F. J.: Eg. XLIII, G. V.: Safn. 1.313);
öllu skemri tima en 16—20 árum er varla gjörandi
ráð fyrir. Þess vegna er sennilegast, að hinir yngstu
þeirra bræðra (Erlingr, Ragnfröðr, Guðröðr?), hafí
eigi verið orðnir herfærir, þegar fyrst er getið um
bardaga þeirra Eiríkssona í Noregi (950—51). Að
vísu segir Ágr. að Gamii, Goðormr, Haraldr gráfeldr
og allir þeir brœðr hafi sótt í Noreg og barizt við