Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 86
198
■eða rétt á eptir fara þeir til N:regs með herlið sitt
á hendr Hákoni og berjast við Fræðarberg (á Rast-
arkálfi).
Um fall Eiriks konungs eru litlar frásagnir í
enskum sagnaritum (þótt víða sé getið um ríki hans
á Norðymbralandi eptir 948). Simeon frá Durham.
segir, að hann hafi fallið fyrir Makkusi Olafssyni
(»occisus a Macco filio Onlafi*1). Mathæus af West-
minster getr lika um Makkus (»Maco«), en bætir
því við, að Eirikr hafi fallið í Stanmor (við landamæri
Kumbralands og Westmorelands) fyrir svikum Osúlfs
jarls (í Bernikia) ásamt Heinreki (o: Háreki) syni
sínum og Rögnvaldi bróður sínum (»cum filio suo
Henrico et fratre Reginaldo proditione Osulfi comitis
a Macone consule«). Áreiðanlegust hlýtr að vera
frásögnin 1 Eiríksmálum, sem ort eru skömmu eptir
1) Það virðist auðsætt á nöfnunum, að höfðingi þessi
{sem mun hafa átt ríki á Suðreyjum, sbr. Norm. III. 202),
hafi átt kyn sitt að rekja bæði til Norðrlanda og Bretlands-
eyja, og kynni faðir hans að hafa verið Ólafr rauði, sem
nefndr er í Eg. og talinn »skozkr at föðurkyni, en danskr
at móðurkynic. Bugge heldr (B. S. H. 140) að Ólafr rauði
sé sami maðr og Ólafr kvaran, en það er ólíklegt (sjá Tím.
Bmf. X. 83—84) og enn ólíklegra, að Ólafr kvaran hafi nokk-
urntíma verið talinn sonarsonr Þorsteins rauðs, þvi að ís-
lendingar hafa víst ekki þekt annan son Þorsteins en Ólaf
feilan, sem staðfestist á Islandi. Ef Islendingar hefði veriö
svo ófróðir um æfilok Ólafs kvarans, hins nafnkendasta og
þrautseigasta af öllum norrænum herkonungum íyrir vestaa
haf, að halda að hann hetði fallið á dögum Aðalsteins, þá er
bágt að skilja, að þeir haíi haft svo mikið andlegt samband
við Vestrlönd á 10. öld sem Bugge hyggr, fengið mörg Eddu-
kvæði þaðan o. s. frv. Litlar sögur virðast hafa gengið á
íslandi af flestum konungum þar vestra, en Ólafs kvarans
mun optast vera getið, enda var íslenzkt skáld hjá honunt
(Þorgils orraskáld, Ln. I. 19).